Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Þórir Garðarsson skrifar 22. apríl 2020 10:15 Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. En hvað svo, hvað ef ástandið versnar svo mikið hjá fyrirtækjunum að þau geta ekki staðið við greiðslur þegar þar að kemur? Jú, þá teljast framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækjanna hafa framið skattalagabrot. Við því liggja sektir og fangelsisrefsing. Með þessu boði ríkisvaldsins er verið að leiða stjórnendur fyrirtækja inn á vægast sagt varasamt sprengjusvæði. Hjá fyrirtækjum sem hafa misst nær allar tekjur og sjá fram á tekjuleysi næstu mánuði eða ár getur valið staðið á milli þess að greiða laun eða greiða skatta. Ábyrgur stjórnandi stendur við launagreiðslur meðan hann mögulega getur. Því er freistandi að þiggja boðið um að fresta skattskilum. En það getur reynst hinn versti bjarnargreiði ef allt fer á versta veg. Ríkisvaldið sækir af hörku á þá einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir skattskilum. Mýmargir dómar um sektir og fangelsisvist vegna skattalagabrota segja allt sem segja þarf. Það er ekki nóg fyrir ríkið að segja A ef B fylgir ekki á eftir. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort vanskil á frestuðum skattgreiðslum verða gerð refsilaus. Meðan það liggur ekki fyrir standa þúsundir stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum frammi fyrir erfiðu vali um hvernig á að ráðstafa síminnkandi tekjum þessa dagana. Á að greiða launin eða skattinn og henda inn handklæðinu. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. En hvað svo, hvað ef ástandið versnar svo mikið hjá fyrirtækjunum að þau geta ekki staðið við greiðslur þegar þar að kemur? Jú, þá teljast framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækjanna hafa framið skattalagabrot. Við því liggja sektir og fangelsisrefsing. Með þessu boði ríkisvaldsins er verið að leiða stjórnendur fyrirtækja inn á vægast sagt varasamt sprengjusvæði. Hjá fyrirtækjum sem hafa misst nær allar tekjur og sjá fram á tekjuleysi næstu mánuði eða ár getur valið staðið á milli þess að greiða laun eða greiða skatta. Ábyrgur stjórnandi stendur við launagreiðslur meðan hann mögulega getur. Því er freistandi að þiggja boðið um að fresta skattskilum. En það getur reynst hinn versti bjarnargreiði ef allt fer á versta veg. Ríkisvaldið sækir af hörku á þá einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir skattskilum. Mýmargir dómar um sektir og fangelsisvist vegna skattalagabrota segja allt sem segja þarf. Það er ekki nóg fyrir ríkið að segja A ef B fylgir ekki á eftir. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort vanskil á frestuðum skattgreiðslum verða gerð refsilaus. Meðan það liggur ekki fyrir standa þúsundir stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum frammi fyrir erfiðu vali um hvernig á að ráðstafa síminnkandi tekjum þessa dagana. Á að greiða launin eða skattinn og henda inn handklæðinu. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar