Beck var þá að veita viðtöku verðlaunum fyrir bestu plötu ársins. Uppákoman minnti um mjög þegar Kanye truflaði afhendingu verðlauna til Taylor Swift á MTV-verðlaunahátíðinni 2009. Í bæði skiptin hafði söngkonan Beyoncé lotið í gras.
Sjá einnig:Kanye ætlaði aftur upp á svið
„Um leið og þetta gerðist heyrði ég raddir segja „Kanye! Kanye! Farðu! Gerðu það!“ Þessar raddir voru ekki raunverulegar heldur heyrði ég þær í höfðinu á mér,“ sagði Kanye í þættinum. Á athöfninni gekk hann nánast alla leið að hljóðnemanum en sneri við á miðri leið.
Hann bætti síðar við að hann hefði verið að grínast með það sem hafði gerst árum áður en hann hefði ekki viljað ræna sviðsljósinu af Beck. Eftir hátíðina var Kanye spurður hvort hvað honum þætti um að Beck hefði borið sigur úr bítum. Þar lét hann hafa eftir sér að Beck þyrfti að virða listamenn og ætti að gefa Beyoncé verðlaunin sín.
„Ég var spurður að því hvað mér þætti um sigurvegarann og þegar ég er spurður að einhverju þá er ég hreinskilinn,“ svaraði Kanye.