Tækifæri í heilsugæslunni Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:30 Í grein í Fréttablaðinu í gær er fjallað um umræður á Alþingi þar sem þingmenn ræddu leiðir út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um allt land. Tvær leiðir voru nefndar þ.e. að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða að auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum. Viðfangsefni heilsugæslunnar eru fjölmörg og mikilvægt að þeir sem þangað leita geti fengið þjónustu frá þeim fagmönnum sem besta þekkingu hafa á hverju viðfangsefni. Heilsugæslan þarf að vera skipulögð þannig, bæði í áherslum og mannafla, að hún standi undir nafni sem heilsugæsla í stað þess að vera fyrst og fremst læknamóttaka. Því þarf að fjölga þeim fagstéttum sem taka virkan þátt í störfum innan heilsugæslunnar. Efla þarf hlutverk hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa o.fl. fagstétta. Það er ekki keppikefli hjúkrunarfræðinga að sjúkdómsgreina, það gera læknar. Hjúkrunarfræðingar geta hins vegar tekið að sér sérhæfða móttöku fyrir langveika sjúklinga, aldraða og unglinga. Þeir geta haft eftirlit með heilsu og líðan einstaklinga og sinnt heilsuvernd, heilsueflingu og forvörnum, unnið vistunarmat og umsóknir um ýmsa aðstoð s.s. hjálpartæki, stoðþjónustu og hvíldarpláss. Hjúkrunarfræðingar geta endurnýjað lyfseðla hjá einstaklingum sem hafa langvinna sjúkdóma. Þeir geta sinnt slysamóttöku og geta tekið að sér aukna þjónustu þar s.s. að sauma minni sár, leggja gifs, sjá um endurkomur o.fl. Það er ekki þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt til að leysa skort á heimilislæknum eða til að efla heilsugæsluna. Með samstarfi þeirra heilbrigðisstétta sem þegar ættu að starfa innan heilsugæslunnar og tilflutningi verkefna milli þeirra, er hægt að tryggja aukna þjónustu og að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Í slíku samstarfi felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leitar ráðgjafar og eftir atvikum vísar verkefnum til annarra eftir því sem við á. Þannig nýtist fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu í gær er fjallað um umræður á Alþingi þar sem þingmenn ræddu leiðir út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um allt land. Tvær leiðir voru nefndar þ.e. að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða að auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum. Viðfangsefni heilsugæslunnar eru fjölmörg og mikilvægt að þeir sem þangað leita geti fengið þjónustu frá þeim fagmönnum sem besta þekkingu hafa á hverju viðfangsefni. Heilsugæslan þarf að vera skipulögð þannig, bæði í áherslum og mannafla, að hún standi undir nafni sem heilsugæsla í stað þess að vera fyrst og fremst læknamóttaka. Því þarf að fjölga þeim fagstéttum sem taka virkan þátt í störfum innan heilsugæslunnar. Efla þarf hlutverk hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa o.fl. fagstétta. Það er ekki keppikefli hjúkrunarfræðinga að sjúkdómsgreina, það gera læknar. Hjúkrunarfræðingar geta hins vegar tekið að sér sérhæfða móttöku fyrir langveika sjúklinga, aldraða og unglinga. Þeir geta haft eftirlit með heilsu og líðan einstaklinga og sinnt heilsuvernd, heilsueflingu og forvörnum, unnið vistunarmat og umsóknir um ýmsa aðstoð s.s. hjálpartæki, stoðþjónustu og hvíldarpláss. Hjúkrunarfræðingar geta endurnýjað lyfseðla hjá einstaklingum sem hafa langvinna sjúkdóma. Þeir geta sinnt slysamóttöku og geta tekið að sér aukna þjónustu þar s.s. að sauma minni sár, leggja gifs, sjá um endurkomur o.fl. Það er ekki þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt til að leysa skort á heimilislæknum eða til að efla heilsugæsluna. Með samstarfi þeirra heilbrigðisstétta sem þegar ættu að starfa innan heilsugæslunnar og tilflutningi verkefna milli þeirra, er hægt að tryggja aukna þjónustu og að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Í slíku samstarfi felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leitar ráðgjafar og eftir atvikum vísar verkefnum til annarra eftir því sem við á. Þannig nýtist fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar