Tækifæri í heilsugæslunni Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:30 Í grein í Fréttablaðinu í gær er fjallað um umræður á Alþingi þar sem þingmenn ræddu leiðir út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um allt land. Tvær leiðir voru nefndar þ.e. að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða að auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum. Viðfangsefni heilsugæslunnar eru fjölmörg og mikilvægt að þeir sem þangað leita geti fengið þjónustu frá þeim fagmönnum sem besta þekkingu hafa á hverju viðfangsefni. Heilsugæslan þarf að vera skipulögð þannig, bæði í áherslum og mannafla, að hún standi undir nafni sem heilsugæsla í stað þess að vera fyrst og fremst læknamóttaka. Því þarf að fjölga þeim fagstéttum sem taka virkan þátt í störfum innan heilsugæslunnar. Efla þarf hlutverk hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa o.fl. fagstétta. Það er ekki keppikefli hjúkrunarfræðinga að sjúkdómsgreina, það gera læknar. Hjúkrunarfræðingar geta hins vegar tekið að sér sérhæfða móttöku fyrir langveika sjúklinga, aldraða og unglinga. Þeir geta haft eftirlit með heilsu og líðan einstaklinga og sinnt heilsuvernd, heilsueflingu og forvörnum, unnið vistunarmat og umsóknir um ýmsa aðstoð s.s. hjálpartæki, stoðþjónustu og hvíldarpláss. Hjúkrunarfræðingar geta endurnýjað lyfseðla hjá einstaklingum sem hafa langvinna sjúkdóma. Þeir geta sinnt slysamóttöku og geta tekið að sér aukna þjónustu þar s.s. að sauma minni sár, leggja gifs, sjá um endurkomur o.fl. Það er ekki þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt til að leysa skort á heimilislæknum eða til að efla heilsugæsluna. Með samstarfi þeirra heilbrigðisstétta sem þegar ættu að starfa innan heilsugæslunnar og tilflutningi verkefna milli þeirra, er hægt að tryggja aukna þjónustu og að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Í slíku samstarfi felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leitar ráðgjafar og eftir atvikum vísar verkefnum til annarra eftir því sem við á. Þannig nýtist fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu í gær er fjallað um umræður á Alþingi þar sem þingmenn ræddu leiðir út úr þeim vanda sem viðvarandi fækkun heimilislækna skapar í heilsugæslunni um allt land. Tvær leiðir voru nefndar þ.e. að mennta nýja stétt aðstoðarmanna lækna eða að auka réttindi hjúkrunarfræðinga til að greina sjúkdóma eða ávísa lyfjum. Viðfangsefni heilsugæslunnar eru fjölmörg og mikilvægt að þeir sem þangað leita geti fengið þjónustu frá þeim fagmönnum sem besta þekkingu hafa á hverju viðfangsefni. Heilsugæslan þarf að vera skipulögð þannig, bæði í áherslum og mannafla, að hún standi undir nafni sem heilsugæsla í stað þess að vera fyrst og fremst læknamóttaka. Því þarf að fjölga þeim fagstéttum sem taka virkan þátt í störfum innan heilsugæslunnar. Efla þarf hlutverk hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa o.fl. fagstétta. Það er ekki keppikefli hjúkrunarfræðinga að sjúkdómsgreina, það gera læknar. Hjúkrunarfræðingar geta hins vegar tekið að sér sérhæfða móttöku fyrir langveika sjúklinga, aldraða og unglinga. Þeir geta haft eftirlit með heilsu og líðan einstaklinga og sinnt heilsuvernd, heilsueflingu og forvörnum, unnið vistunarmat og umsóknir um ýmsa aðstoð s.s. hjálpartæki, stoðþjónustu og hvíldarpláss. Hjúkrunarfræðingar geta endurnýjað lyfseðla hjá einstaklingum sem hafa langvinna sjúkdóma. Þeir geta sinnt slysamóttöku og geta tekið að sér aukna þjónustu þar s.s. að sauma minni sár, leggja gifs, sjá um endurkomur o.fl. Það er ekki þörf fyrir nýja heilbrigðisstétt til að leysa skort á heimilislæknum eða til að efla heilsugæsluna. Með samstarfi þeirra heilbrigðisstétta sem þegar ættu að starfa innan heilsugæslunnar og tilflutningi verkefna milli þeirra, er hægt að tryggja aukna þjónustu og að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Í slíku samstarfi felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leitar ráðgjafar og eftir atvikum vísar verkefnum til annarra eftir því sem við á. Þannig nýtist fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun