Innlent

Klukkunni í Evrópu og Ameríku seinkað í nótt

Big Ben í London
Big Ben í London

Vetrartími var tekinn upp í Bandaríkjunum og Evrópu í nótt, og klukkunni seinkað um eina klukkustund. Íslenskur tími er sem fyrr óbreyttur og nú er klukkan til dæmis einni klukkustund á undan í Kaupmannahöfn og París, en sami tími er í nú London og Reykjavík. Klukkan á austurströnd Bandaríkjanna er fimm tímum á eftir íslensku klukkunni. Evrópa og Ameríka leggja af sumartíma aðfaranótt síðasta sunnudags í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×