Segir að það sé ekki slæmt fyrir landsliðið að leikmenn séu að koma heim og spila Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 08:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti