Körfubolti

Borche í Breiðholtinu til 2023

Sindri Sverrisson skrifar
Borche Ilievski hefur náð góðum árangri með ÍR.
Borche Ilievski hefur náð góðum árangri með ÍR. vísir/daníel

Borche Ilievski hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa meistarflokk karla í körfubolta hjá ÍR næstu þrjú árin, eða til ársins 2023.

Borche tók við sem aðalþjálfari ÍR í nóvember árið 2015 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Bjarna Magnússonar. Borche mun því hafa stýrt liðinu í átta leiktíðir þegar nýi samningurinn rennur út. Undir hans stjórn hefur ÍR komist í úrslitakeppni Domino‘s-deildarinnar síðustu fjögur ár og liðið komst í úrslitaeinvígið í fyrra þar sem það tapaði í oddaleik gegn KR.

ÍR var í sjöunda sæti og öruggt um sæti í úrslitakeppninni þegar tímabilið var flautað af fyrr í þessum mánuði, vegna kórónuveirufaraldursins.

Borche er 47 ára gamall Makedóníumaður sem hefur starfað á Íslandi nær sleitulaust frá árinu 2006. Hann þjálfaði lið KFÍ frá 2006 til 2010, Tindastól 2011-2012 og Breiðablik árin 2012-2015.


Tengdar fréttir

Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð

ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.