Bárðarbunga gýs að jafnaði tvisvar á öld: „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 12:39 Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira