Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 15:30 Rúnar átti erfitt tímabil hjá sínu félagsliði en hefur spilað vel með landsliðinu undanfarin misseri. vísir/epa Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita