ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 10:22 Frá kynningu ríkisstjórnarinnar á fyrsta aðgerðapakka hennar vegna kórónuveirunnar í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. ESA hefur þannig fallist á það að veiting ríkisábyrgða á viðbótarlánum fyrirtækja vegna faraldursins samræmist framkvæmd EES-samningsins. Að því er fram kemur í tilkynningu er um að ræða fyrsta íslenska aðstoðarkerfið í tengslum við faraldurinn sem kemur inn á borð ESA. „Á þessum erfiðu tímum er það forgangsatriði okkar að takast á við ráðstafnir sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru. Okkur hefur tekist að samþykkja umrædda ráðstöfun skjótt þökk sé góðu samstarfi okkar við íslensk stjórnvöld og Framkvæmdastjórn ESB,“ segir Bente Angell-Hansen forseti ESA í tilkynningu stofnunarinnar. Þá segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins: „Með ákvörðun ESA er fallist á að ábyrgðakerfið sé til þess fallið að tryggja fyrirtækjum aðgang að lánsfé, í samræmi við tímabundinn ramma um beitingu ríkisaðstoðarreglna EES í tengslum við faraldur kórónuveiru. Í rammanum er sérstaklega horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verða fyrir ófyrirséðum lausafjárskorti og aðgerðir til að gefa þeim svigrúm til að ná sér eftir faraldurinn, sem hefur verið skilgreindur sem „alvarleg röskun“ á hagkerfinu í skilningi b-liðar 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Flestar efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu hingað til hafa verið almenns eðlis; þær taka með sama hætti til allra fyrirtækja sem eru í sömu stöðu. Er þar helst að nefna frestun gjalddaga og niðurgreiðslu launakostnaðar. Almennar aðgerðir fela ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Ef á hinn bóginn tiltekinn hópur fyrirtækja er útilokaður frá ráðstöfun eða ráðstöfun beinist að tilteknum hópi eingöngu, er ráðstöfunin orðin sértæk og felur í sér ríkisaðstoð, sem samrýmast þarf EES-samningnum. Jafnframt felur óskilyrtur stuðningur við einstaklinga ekki í sér ríkisaðstoð og það sama á við um fjárhagsstuðning við lögaðila sem ekki selja vöru eða þjónustu á markaði. Í þeim tilvikum þegar félag sinnir blandaðri starfsemi, eins og í tilviki sumra íþróttafélaga og menningarstofnana, þarf að gæta að ríkisaðstoðarreglum ef opinber stuðningur rennur að einhverju leyti til þess hluta starfseminnar sem er í samkeppnisrekstri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. ESA hefur þannig fallist á það að veiting ríkisábyrgða á viðbótarlánum fyrirtækja vegna faraldursins samræmist framkvæmd EES-samningsins. Að því er fram kemur í tilkynningu er um að ræða fyrsta íslenska aðstoðarkerfið í tengslum við faraldurinn sem kemur inn á borð ESA. „Á þessum erfiðu tímum er það forgangsatriði okkar að takast á við ráðstafnir sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru. Okkur hefur tekist að samþykkja umrædda ráðstöfun skjótt þökk sé góðu samstarfi okkar við íslensk stjórnvöld og Framkvæmdastjórn ESB,“ segir Bente Angell-Hansen forseti ESA í tilkynningu stofnunarinnar. Þá segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins: „Með ákvörðun ESA er fallist á að ábyrgðakerfið sé til þess fallið að tryggja fyrirtækjum aðgang að lánsfé, í samræmi við tímabundinn ramma um beitingu ríkisaðstoðarreglna EES í tengslum við faraldur kórónuveiru. Í rammanum er sérstaklega horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verða fyrir ófyrirséðum lausafjárskorti og aðgerðir til að gefa þeim svigrúm til að ná sér eftir faraldurinn, sem hefur verið skilgreindur sem „alvarleg röskun“ á hagkerfinu í skilningi b-liðar 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Flestar efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu hingað til hafa verið almenns eðlis; þær taka með sama hætti til allra fyrirtækja sem eru í sömu stöðu. Er þar helst að nefna frestun gjalddaga og niðurgreiðslu launakostnaðar. Almennar aðgerðir fela ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Ef á hinn bóginn tiltekinn hópur fyrirtækja er útilokaður frá ráðstöfun eða ráðstöfun beinist að tilteknum hópi eingöngu, er ráðstöfunin orðin sértæk og felur í sér ríkisaðstoð, sem samrýmast þarf EES-samningnum. Jafnframt felur óskilyrtur stuðningur við einstaklinga ekki í sér ríkisaðstoð og það sama á við um fjárhagsstuðning við lögaðila sem ekki selja vöru eða þjónustu á markaði. Í þeim tilvikum þegar félag sinnir blandaðri starfsemi, eins og í tilviki sumra íþróttafélaga og menningarstofnana, þarf að gæta að ríkisaðstoðarreglum ef opinber stuðningur rennur að einhverju leyti til þess hluta starfseminnar sem er í samkeppnisrekstri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira