Sjá dagar koma……… Þorsteinn Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 13:30 Margir stjórnmálamenn hafa haft á orði að við lifum nú fordæmalausa tíma. Það er margt til í því en samt sem áður er rétt að líta til baka og sjá hvort við getum dregið lærdóm af viðbrögðum forfeðranna þegar áföll skullu yfir. Sú ,,stöðvun „ heimsins sem nú ríður yfir er á öðrum skala en varð árið 1918 þegar mannskæð farsótt fór um allan heiminn. Nokkuð ljóst er að þá sýktust um 500 milljónir manna en ekki eru allir á einu máli um mannfall af völdum farsóttarinnar. Mat á fjölda dauðsfalla vegna Spænsku veikinnar hefur verið talið allt frá 17 milljónum upp í 50 milljónir en þar sem mannfjöldi á jörðinni 1918 var u.þ.b. 1,9 milljarðar má ætla að á bilinu 1 til 6% mannfjöldans hafi látist. Sóttin gekk yfir á um 24 vikum um heim allan. Sú veira sem nú herjar hefur náð undrafljótri útbreiðslu vegna aukinna samgangna og samskipta um allan heim. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur brugðist við holskeflunni af æðruleysi og kjarki og reynst mjög úrræðagott við erfiðar aðstæður. Öll eiga þau skilið ómælt þakklæti og virðingu fyrir hetjuskap. Ekki er hægt að hrósa stjórnvöldum sem hafa í heilt ár dregið lappirnar í að gera kjarasamning við heilbrigðisstéttir og löggæslustéttir sem nú eru í framlínu baráttunnar fyrir okkur hin. Spænska veikin 1918 gekk yfir á u.þ.b. 40 dögum hér á landi og tók 590 mannslíf. Talið er að tveir þriðju íbúa á þeim hluta landsins þar sem farsóttin geisaði hafi veikst. Á þeim tíma voru nánast engin ráð til. Fólk einfaldlega lifði sóttina af eða ekki. í dag er annað uppi á teningnum. Þótt lyfjagjöf við veirunni sé nánast á tilraunastigi bendir ýmislegt til þess að þekkt lyf komi að gagni. Við eigum einnig hátæknisjúkrahús sem eru nokkuð vel tækjum búin og koma að gagni við þessar krefjandi aðstæður. Erfitt er að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem ríktu á Íslandi fyrir rétt rúmum 100 árum. Húsakostur var stórt yfir heldur lélegur og vistarverur kaldar. Rafmagn var nánast ekki komið á að nokkru marki heldur bjó fólk mestan part við gasljós og grútartýrur. Farsóttin var aðeins hluti þeirra þrenginga sem gengu yfir þjóðina árið 1918. Frostaveturinn mikli markaði upphaf ársins og Kötlugosið með sínu gríðarlega jökulhlaupi hófst rétt áður en farsóttin brast á og stóð yfir mestan tímann sem farsóttin geisaði. Fróðlegt er fyrir okkur og til eftirbreytni að gaumgæfa þau afrek sem íslenska þjóðin sem þá taldi einungis rúmar níutíuþúsund sálir vann þetta ár. Í miðjum hörmungunum var lýst yfir Fullveldi Íslands og nokkrir prófessorar í Háskólanum sem þá var staðsettur í Alþingishúsinu stofnuðu Vísindafélag Íslendinga sem nú heitir Vísindafélag Íslands. Þessum frumkvöðlum þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að þar sem þjóðin væri nú fullvalda yrði að vera hér til Vísindafélag. Því eru þessir atburðir rifjaðir hér upp að þó okkur þyki hart að okkur vegið og vitandi það að hámarki sýkingarinnar sé ekki náð verðum að taka okkur að hjarta þá hugdirfsku og þá þrautseigju sem forfeður okkar sýndu á þessari raunastund. Stjórnmálaöfl hafa tekið höndum saman þó ríkjandi stjórnvöld hafi ekki hlýtt á góð ráð annarra sem skildi en enn er tími. Þjóðin hefur einnig að mestu farið að góðum ráðum yfirvalda þó gera megi enn betur. Við þurfum líka að hafa úthald og sýna aga því að nokkuð er í land að veiran leysi tökin. Þá er nauðsynlegt að fara varlega og koma í veg fyrir að sóttin blossi upp að nýju. Í hverju andstreymi felast hins vegar tækifæri og möguleikar sem þarf að grípa og nýta. Þó allt snúist þessa stundina um að lágmarka þau efnahagslegu áhrif sem heimskreppunni fylgja þurfum við nú þegar að leggja grunn að þeim markmiðum sem við viljum ná þegar sést til lands. Meira um þau markmið í næstu greinum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorsteinn Sæmundsson Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Margir stjórnmálamenn hafa haft á orði að við lifum nú fordæmalausa tíma. Það er margt til í því en samt sem áður er rétt að líta til baka og sjá hvort við getum dregið lærdóm af viðbrögðum forfeðranna þegar áföll skullu yfir. Sú ,,stöðvun „ heimsins sem nú ríður yfir er á öðrum skala en varð árið 1918 þegar mannskæð farsótt fór um allan heiminn. Nokkuð ljóst er að þá sýktust um 500 milljónir manna en ekki eru allir á einu máli um mannfall af völdum farsóttarinnar. Mat á fjölda dauðsfalla vegna Spænsku veikinnar hefur verið talið allt frá 17 milljónum upp í 50 milljónir en þar sem mannfjöldi á jörðinni 1918 var u.þ.b. 1,9 milljarðar má ætla að á bilinu 1 til 6% mannfjöldans hafi látist. Sóttin gekk yfir á um 24 vikum um heim allan. Sú veira sem nú herjar hefur náð undrafljótri útbreiðslu vegna aukinna samgangna og samskipta um allan heim. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur brugðist við holskeflunni af æðruleysi og kjarki og reynst mjög úrræðagott við erfiðar aðstæður. Öll eiga þau skilið ómælt þakklæti og virðingu fyrir hetjuskap. Ekki er hægt að hrósa stjórnvöldum sem hafa í heilt ár dregið lappirnar í að gera kjarasamning við heilbrigðisstéttir og löggæslustéttir sem nú eru í framlínu baráttunnar fyrir okkur hin. Spænska veikin 1918 gekk yfir á u.þ.b. 40 dögum hér á landi og tók 590 mannslíf. Talið er að tveir þriðju íbúa á þeim hluta landsins þar sem farsóttin geisaði hafi veikst. Á þeim tíma voru nánast engin ráð til. Fólk einfaldlega lifði sóttina af eða ekki. í dag er annað uppi á teningnum. Þótt lyfjagjöf við veirunni sé nánast á tilraunastigi bendir ýmislegt til þess að þekkt lyf komi að gagni. Við eigum einnig hátæknisjúkrahús sem eru nokkuð vel tækjum búin og koma að gagni við þessar krefjandi aðstæður. Erfitt er að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem ríktu á Íslandi fyrir rétt rúmum 100 árum. Húsakostur var stórt yfir heldur lélegur og vistarverur kaldar. Rafmagn var nánast ekki komið á að nokkru marki heldur bjó fólk mestan part við gasljós og grútartýrur. Farsóttin var aðeins hluti þeirra þrenginga sem gengu yfir þjóðina árið 1918. Frostaveturinn mikli markaði upphaf ársins og Kötlugosið með sínu gríðarlega jökulhlaupi hófst rétt áður en farsóttin brast á og stóð yfir mestan tímann sem farsóttin geisaði. Fróðlegt er fyrir okkur og til eftirbreytni að gaumgæfa þau afrek sem íslenska þjóðin sem þá taldi einungis rúmar níutíuþúsund sálir vann þetta ár. Í miðjum hörmungunum var lýst yfir Fullveldi Íslands og nokkrir prófessorar í Háskólanum sem þá var staðsettur í Alþingishúsinu stofnuðu Vísindafélag Íslendinga sem nú heitir Vísindafélag Íslands. Þessum frumkvöðlum þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að þar sem þjóðin væri nú fullvalda yrði að vera hér til Vísindafélag. Því eru þessir atburðir rifjaðir hér upp að þó okkur þyki hart að okkur vegið og vitandi það að hámarki sýkingarinnar sé ekki náð verðum að taka okkur að hjarta þá hugdirfsku og þá þrautseigju sem forfeður okkar sýndu á þessari raunastund. Stjórnmálaöfl hafa tekið höndum saman þó ríkjandi stjórnvöld hafi ekki hlýtt á góð ráð annarra sem skildi en enn er tími. Þjóðin hefur einnig að mestu farið að góðum ráðum yfirvalda þó gera megi enn betur. Við þurfum líka að hafa úthald og sýna aga því að nokkuð er í land að veiran leysi tökin. Þá er nauðsynlegt að fara varlega og koma í veg fyrir að sóttin blossi upp að nýju. Í hverju andstreymi felast hins vegar tækifæri og möguleikar sem þarf að grípa og nýta. Þó allt snúist þessa stundina um að lágmarka þau efnahagslegu áhrif sem heimskreppunni fylgja þurfum við nú þegar að leggja grunn að þeim markmiðum sem við viljum ná þegar sést til lands. Meira um þau markmið í næstu greinum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar