Sjá dagar koma……… Þorsteinn Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 13:30 Margir stjórnmálamenn hafa haft á orði að við lifum nú fordæmalausa tíma. Það er margt til í því en samt sem áður er rétt að líta til baka og sjá hvort við getum dregið lærdóm af viðbrögðum forfeðranna þegar áföll skullu yfir. Sú ,,stöðvun „ heimsins sem nú ríður yfir er á öðrum skala en varð árið 1918 þegar mannskæð farsótt fór um allan heiminn. Nokkuð ljóst er að þá sýktust um 500 milljónir manna en ekki eru allir á einu máli um mannfall af völdum farsóttarinnar. Mat á fjölda dauðsfalla vegna Spænsku veikinnar hefur verið talið allt frá 17 milljónum upp í 50 milljónir en þar sem mannfjöldi á jörðinni 1918 var u.þ.b. 1,9 milljarðar má ætla að á bilinu 1 til 6% mannfjöldans hafi látist. Sóttin gekk yfir á um 24 vikum um heim allan. Sú veira sem nú herjar hefur náð undrafljótri útbreiðslu vegna aukinna samgangna og samskipta um allan heim. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur brugðist við holskeflunni af æðruleysi og kjarki og reynst mjög úrræðagott við erfiðar aðstæður. Öll eiga þau skilið ómælt þakklæti og virðingu fyrir hetjuskap. Ekki er hægt að hrósa stjórnvöldum sem hafa í heilt ár dregið lappirnar í að gera kjarasamning við heilbrigðisstéttir og löggæslustéttir sem nú eru í framlínu baráttunnar fyrir okkur hin. Spænska veikin 1918 gekk yfir á u.þ.b. 40 dögum hér á landi og tók 590 mannslíf. Talið er að tveir þriðju íbúa á þeim hluta landsins þar sem farsóttin geisaði hafi veikst. Á þeim tíma voru nánast engin ráð til. Fólk einfaldlega lifði sóttina af eða ekki. í dag er annað uppi á teningnum. Þótt lyfjagjöf við veirunni sé nánast á tilraunastigi bendir ýmislegt til þess að þekkt lyf komi að gagni. Við eigum einnig hátæknisjúkrahús sem eru nokkuð vel tækjum búin og koma að gagni við þessar krefjandi aðstæður. Erfitt er að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem ríktu á Íslandi fyrir rétt rúmum 100 árum. Húsakostur var stórt yfir heldur lélegur og vistarverur kaldar. Rafmagn var nánast ekki komið á að nokkru marki heldur bjó fólk mestan part við gasljós og grútartýrur. Farsóttin var aðeins hluti þeirra þrenginga sem gengu yfir þjóðina árið 1918. Frostaveturinn mikli markaði upphaf ársins og Kötlugosið með sínu gríðarlega jökulhlaupi hófst rétt áður en farsóttin brast á og stóð yfir mestan tímann sem farsóttin geisaði. Fróðlegt er fyrir okkur og til eftirbreytni að gaumgæfa þau afrek sem íslenska þjóðin sem þá taldi einungis rúmar níutíuþúsund sálir vann þetta ár. Í miðjum hörmungunum var lýst yfir Fullveldi Íslands og nokkrir prófessorar í Háskólanum sem þá var staðsettur í Alþingishúsinu stofnuðu Vísindafélag Íslendinga sem nú heitir Vísindafélag Íslands. Þessum frumkvöðlum þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að þar sem þjóðin væri nú fullvalda yrði að vera hér til Vísindafélag. Því eru þessir atburðir rifjaðir hér upp að þó okkur þyki hart að okkur vegið og vitandi það að hámarki sýkingarinnar sé ekki náð verðum að taka okkur að hjarta þá hugdirfsku og þá þrautseigju sem forfeður okkar sýndu á þessari raunastund. Stjórnmálaöfl hafa tekið höndum saman þó ríkjandi stjórnvöld hafi ekki hlýtt á góð ráð annarra sem skildi en enn er tími. Þjóðin hefur einnig að mestu farið að góðum ráðum yfirvalda þó gera megi enn betur. Við þurfum líka að hafa úthald og sýna aga því að nokkuð er í land að veiran leysi tökin. Þá er nauðsynlegt að fara varlega og koma í veg fyrir að sóttin blossi upp að nýju. Í hverju andstreymi felast hins vegar tækifæri og möguleikar sem þarf að grípa og nýta. Þó allt snúist þessa stundina um að lágmarka þau efnahagslegu áhrif sem heimskreppunni fylgja þurfum við nú þegar að leggja grunn að þeim markmiðum sem við viljum ná þegar sést til lands. Meira um þau markmið í næstu greinum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorsteinn Sæmundsson Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Margir stjórnmálamenn hafa haft á orði að við lifum nú fordæmalausa tíma. Það er margt til í því en samt sem áður er rétt að líta til baka og sjá hvort við getum dregið lærdóm af viðbrögðum forfeðranna þegar áföll skullu yfir. Sú ,,stöðvun „ heimsins sem nú ríður yfir er á öðrum skala en varð árið 1918 þegar mannskæð farsótt fór um allan heiminn. Nokkuð ljóst er að þá sýktust um 500 milljónir manna en ekki eru allir á einu máli um mannfall af völdum farsóttarinnar. Mat á fjölda dauðsfalla vegna Spænsku veikinnar hefur verið talið allt frá 17 milljónum upp í 50 milljónir en þar sem mannfjöldi á jörðinni 1918 var u.þ.b. 1,9 milljarðar má ætla að á bilinu 1 til 6% mannfjöldans hafi látist. Sóttin gekk yfir á um 24 vikum um heim allan. Sú veira sem nú herjar hefur náð undrafljótri útbreiðslu vegna aukinna samgangna og samskipta um allan heim. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur brugðist við holskeflunni af æðruleysi og kjarki og reynst mjög úrræðagott við erfiðar aðstæður. Öll eiga þau skilið ómælt þakklæti og virðingu fyrir hetjuskap. Ekki er hægt að hrósa stjórnvöldum sem hafa í heilt ár dregið lappirnar í að gera kjarasamning við heilbrigðisstéttir og löggæslustéttir sem nú eru í framlínu baráttunnar fyrir okkur hin. Spænska veikin 1918 gekk yfir á u.þ.b. 40 dögum hér á landi og tók 590 mannslíf. Talið er að tveir þriðju íbúa á þeim hluta landsins þar sem farsóttin geisaði hafi veikst. Á þeim tíma voru nánast engin ráð til. Fólk einfaldlega lifði sóttina af eða ekki. í dag er annað uppi á teningnum. Þótt lyfjagjöf við veirunni sé nánast á tilraunastigi bendir ýmislegt til þess að þekkt lyf komi að gagni. Við eigum einnig hátæknisjúkrahús sem eru nokkuð vel tækjum búin og koma að gagni við þessar krefjandi aðstæður. Erfitt er að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem ríktu á Íslandi fyrir rétt rúmum 100 árum. Húsakostur var stórt yfir heldur lélegur og vistarverur kaldar. Rafmagn var nánast ekki komið á að nokkru marki heldur bjó fólk mestan part við gasljós og grútartýrur. Farsóttin var aðeins hluti þeirra þrenginga sem gengu yfir þjóðina árið 1918. Frostaveturinn mikli markaði upphaf ársins og Kötlugosið með sínu gríðarlega jökulhlaupi hófst rétt áður en farsóttin brast á og stóð yfir mestan tímann sem farsóttin geisaði. Fróðlegt er fyrir okkur og til eftirbreytni að gaumgæfa þau afrek sem íslenska þjóðin sem þá taldi einungis rúmar níutíuþúsund sálir vann þetta ár. Í miðjum hörmungunum var lýst yfir Fullveldi Íslands og nokkrir prófessorar í Háskólanum sem þá var staðsettur í Alþingishúsinu stofnuðu Vísindafélag Íslendinga sem nú heitir Vísindafélag Íslands. Þessum frumkvöðlum þótti sjálfsagt og nauðsynlegt að þar sem þjóðin væri nú fullvalda yrði að vera hér til Vísindafélag. Því eru þessir atburðir rifjaðir hér upp að þó okkur þyki hart að okkur vegið og vitandi það að hámarki sýkingarinnar sé ekki náð verðum að taka okkur að hjarta þá hugdirfsku og þá þrautseigju sem forfeður okkar sýndu á þessari raunastund. Stjórnmálaöfl hafa tekið höndum saman þó ríkjandi stjórnvöld hafi ekki hlýtt á góð ráð annarra sem skildi en enn er tími. Þjóðin hefur einnig að mestu farið að góðum ráðum yfirvalda þó gera megi enn betur. Við þurfum líka að hafa úthald og sýna aga því að nokkuð er í land að veiran leysi tökin. Þá er nauðsynlegt að fara varlega og koma í veg fyrir að sóttin blossi upp að nýju. Í hverju andstreymi felast hins vegar tækifæri og möguleikar sem þarf að grípa og nýta. Þó allt snúist þessa stundina um að lágmarka þau efnahagslegu áhrif sem heimskreppunni fylgja þurfum við nú þegar að leggja grunn að þeim markmiðum sem við viljum ná þegar sést til lands. Meira um þau markmið í næstu greinum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar