Orð og athafnir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðsdóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innantómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í landsmálunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niðurstöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambærilegar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til viðbótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarpsmiðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymiþjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarpsrásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Samanburðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar