Handbolti

Seinni bylgjan: Dans­hreyfingar og annar dómarinn spjallaði við bekkinn á meðan víti var tekið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli flautar vítið á en hvar er Hafsteinn?
Gísli flautar vítið á en hvar er Hafsteinn? mynd/s2s

Þrátt fyrir að það sé enginn handbolti á Ísland um þessar mundir þá heldur Seinni bylgjan áfram að rúlla á mánudagskvöldum og það var létt yfir henni í gær.

Henry Birgir Gunnarsson stýrði þættinum sem fyrr en í settinu voru þjálfararnir Einar Jónsson og Ágúst Jóhannsson. Einn liðurinn var svokallað dómarahorn þar sem farið var yfir skemmtilegar bendingar og ákvarðanir dómara.

„Maður hefur oft pælt í þessu þegar maður er að klippa leiki og þá klippi ég oft svona góðar bendingar hjá dómurunum og atvik. Ég hef haft mjög gaman að því og erum nokkrir sem erum að velta þessu fyrir okkur og sendum klippur á milli okkar. Þetta getur verið mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst.

Farið var yfir tæplega sjö mínútna myndband þar sem ansi mörg skemmtileg mistök eða látbrögð dómara koma fram. Sjón er sögu ríkari en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Dómarahornið

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.