Skiptar skoðanir meðal grunnskólakennara Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 3. apríl 2020 09:30 Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar