Skiptar skoðanir meðal grunnskólakennara Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 3. apríl 2020 09:30 Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun