Traustið og áhrifin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2020 17:54 Þetta gengur yfir. Það er það sem við vitum og bíðum öll eftir. Við erum öll að leggja okkar af mörkum. Hvert og eitt okkar. Það er í aðstæðum sem þessum sem við finnum svo áþreifanlega hversu miklu máli skiptir hvernig við sem einstaklingar bregðumst við. Hvaða áhrif við höfum í raun og veru, sem í amstri daganna virðist frekar óljóst og óáþreifanlegt. Það eitt og sér ætti að styrkja okkur, valdefla okkur sem einstaklinga og vera okkur hvatning til þess að láta til okkar taka í þágu samfélagsins. Núna en líka seinna. Mennskan ræður för. Ég trúi því að þessi óumbeðni veruleiki sem reynir á okkur skili okkur einfaldlega sem betri manneskjum aftur út í samfélagið. Þar sem við virkjum mennskuna í okkur öllum og förum að hlúa betur að mjúku málunum. Velferð einstaklinganna í þágu þroskaðra samfélags sem getur haldið áfram að þróast í samvinnu og trausti. Traust er svo ótrúlegt tæki til valdeflingar. Við tökum eftir því hvernig við setjum allt á traust á þær mikilvægu aðgerðir sem við beitum til að vinna gegn ástandinu. Þau sem gefa okkur tilmælin segja okkur hvað er best að gera og þau treysta því að við gerum nákvæmlega það og ekkert annað. Og það er að virka. Magnað. Æfingin skapar meistarann. Nú þegar við æfum okkur í þessu mikilvæga trausti gefur það okkur svo frábært tækifæri til að taka þá lexíu með okkur inn í öll þau verkefni sem bíða okkar í samfélaginu. Til þess að ná alla leið verðum við að vera heiðarleg og einlæg í samskiptum og vinda ofan af öllum snúningum um það sem engu skiptir. Veðjum á mennskuna og mjúku málin. Við getum alltaf bætt okkur sem manneskjur og gert þannig samfélagið okkar betra. Góðar manneskjur láta sig varða um lífsgæði annarra og styðja þá sem á þurfa að halda og efla þannig samfélag allra. Valdefling einstaklingsins er hverju samfélagi dýrmæt. Ég vona að æfingin í traustinu og krafturinn sem við finnum, þegar við tökum því hlutverki okkar af ábyrgð að vera hvert og eitt almannavarnir, leiði okkur á enn betri stað. Til enn meiri samstöðu og kjarks til að takast á við verkefni samfélagsins, öllum til hagsbóta. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þetta gengur yfir. Það er það sem við vitum og bíðum öll eftir. Við erum öll að leggja okkar af mörkum. Hvert og eitt okkar. Það er í aðstæðum sem þessum sem við finnum svo áþreifanlega hversu miklu máli skiptir hvernig við sem einstaklingar bregðumst við. Hvaða áhrif við höfum í raun og veru, sem í amstri daganna virðist frekar óljóst og óáþreifanlegt. Það eitt og sér ætti að styrkja okkur, valdefla okkur sem einstaklinga og vera okkur hvatning til þess að láta til okkar taka í þágu samfélagsins. Núna en líka seinna. Mennskan ræður för. Ég trúi því að þessi óumbeðni veruleiki sem reynir á okkur skili okkur einfaldlega sem betri manneskjum aftur út í samfélagið. Þar sem við virkjum mennskuna í okkur öllum og förum að hlúa betur að mjúku málunum. Velferð einstaklinganna í þágu þroskaðra samfélags sem getur haldið áfram að þróast í samvinnu og trausti. Traust er svo ótrúlegt tæki til valdeflingar. Við tökum eftir því hvernig við setjum allt á traust á þær mikilvægu aðgerðir sem við beitum til að vinna gegn ástandinu. Þau sem gefa okkur tilmælin segja okkur hvað er best að gera og þau treysta því að við gerum nákvæmlega það og ekkert annað. Og það er að virka. Magnað. Æfingin skapar meistarann. Nú þegar við æfum okkur í þessu mikilvæga trausti gefur það okkur svo frábært tækifæri til að taka þá lexíu með okkur inn í öll þau verkefni sem bíða okkar í samfélaginu. Til þess að ná alla leið verðum við að vera heiðarleg og einlæg í samskiptum og vinda ofan af öllum snúningum um það sem engu skiptir. Veðjum á mennskuna og mjúku málin. Við getum alltaf bætt okkur sem manneskjur og gert þannig samfélagið okkar betra. Góðar manneskjur láta sig varða um lífsgæði annarra og styðja þá sem á þurfa að halda og efla þannig samfélag allra. Valdefling einstaklingsins er hverju samfélagi dýrmæt. Ég vona að æfingin í traustinu og krafturinn sem við finnum, þegar við tökum því hlutverki okkar af ábyrgð að vera hvert og eitt almannavarnir, leiði okkur á enn betri stað. Til enn meiri samstöðu og kjarks til að takast á við verkefni samfélagsins, öllum til hagsbóta. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun