Ekki lengur hægt að hætta í áskrift á netinu hjá Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2020 16:26 Á forsíðu vefs Reebok Fitness er talað um að ekki sé nein binding, en sú er ekki upplifun skjólstæðings Neytendasamtakanna sem vildi segja upp áskrift sinni. Það er ekki lengur hægt á netinu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira