Skoðun

Þakkir til skóla­sam­fé­lagsins

Ragnheiður Davíðsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifar

Á undanförnum dögum og vikum hefur samfélagið okkar breyst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér. SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, vill þakka skólasamfélaginu öllu, kennurum, starfsfólki, stjórnendum, foreldrum og ekki síst nemendum fyrir það hversu vel þau hafa tekist á við þessar aðstæður.

Vinna skólanna hefur miðað að því að gera allt sem hægt er til að börn fái þá kennslu sem möguleg er miðað við tilmæli sóttvarnalæknis um fjöldatakmarkanir í skólunum. Megin markmiðið er að halda uppi skólastarfi eins lengi og mögulegt er. Það er ekki einfalt mál að láta það ganga upp að aldrei séu fleiri en 20 nemendur í sama rými og að börn blandist ekki á milli hópa. Við þurfum öll að hjálpast að við að láta þetta ganga upp, líka fyrir utan skólatíma.

Starfsfólk skólanna vann þrekvirki við að koma saman þessu skipulagi á gríðarlega stuttum tíma og vinnur nú með nemendum á miklum óvissutímum. Fyrir marga nemendur eru þessir tímar erfiðir og við vitum að kennarar eru að gera allt sem þau geta til að halda utan um nemendur sína á saman tíma og þau eru í sama óvissuástandi og við hin. Kennarar og starfsfólk skólanna er nú skilgreint sem framlínufólk og finnst okkur mikilvægt að koma á framfæri til þeirra þakklæti frá foreldrasamfélaginu.

Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, stjórn SAMFOK: Ragnheiður Davíðsdóttir formaður, Þórunn Steindórsdóttir, Áslaug Björk Eggertsdóttir, Hrefna Björk Jóhannsdóttir, Sonja Rúdólfsdóttir Jónsson, Björn Karlsson og Guðmundur Magnús Daðason.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×