Leikmaður og fagmaður Haukur Þorgeirsson skrifar 24. mars 2020 21:00 Hvernig getur leikmaður verið í stöðu til að gagnrýna fagmann? Er það ekki bara kjánaskapur og óvitaháttur? Nei, ekki endilega. Við erum öll stundum í þeirri stöðu að geta gagnrýnt fagmenn með nokkrum rétti. Við getum til dæmis þurft að fá iðnaðarmenn til að gera okkur tilboð í framkvæmdir og viðgerðir. Ég er ekki rafvirki eða múrari eða pípari en samt get ég stundum metið hvort iðnaðarmaður er að standa sig vel og hvort ég mundi mæla með honum. Standast þær áætlanir sem hann gerir um kostnað og tíma? Er hans greining á verkefninu í samræmi við það sem aðrir fagmenn segja? Þegar hann gerir mistök, viðurkennir hann þau og tekur ábyrgð á þeim? Ég er ekki faraldsfræðingur og ég er ekki læknir og ég efast auðvitað ekki í andartak um að Þórólfur Guðnason viti hafsjó um þessar fræðigreinar sem ég mun aldrei vita. Eigi að síður hefur Þórólfi nú verið falið verkefni sem er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að takist vel og þess vegna hef ég fylgst með framgangi þess eftir bestu getu, kannski dálítið eins og íbúi mundi fylgjast með því hvernig gangi hjá verktaka sem gerir við húsið sem hann býr í. Á fyrsta upplýsingafundi Almannavarna um COVID-19-faraldurinn, 26. febrúar, skýrði sóttvarnalæknir frá hættumati sínu um faraldurinn. Hann taldi að um væri að ræða viðráðanlegan faraldur með svipað umfang og svínainflúensan sem heimsótti okkur 2009. Þá þurftu rúmlega 20 einstaklingar að leggjast inn á gjörgæslu og sóttvarnalæknir taldi að talan yrði svipuð í COVID-19-faraldrinum – það er að segja ef sóttvarnayfirvöld gripu ekki til neinna ráðstafana til að hefta útbreiðsluna. Versta tilfelli með engum aðgerðum gæti sem sagt verið um 25 gjörgæslutilfelli. Þetta væri viðráðanlegt verkefni fyrir íslenska heilbrigðiskerfið en þó dálítið mikið álag ef tilfellin yrðu öll á sama tíma. Þess vegna vildi Þórólfur grípa til aðgerða til að tefja fyrir faraldrinum og dreifa honum yfir lengri tíma. Þegar ég heyrði þetta hættumat fyrst var ég hissa. Getur það verið að Kínverjar hafi sett allt sitt samfélag á hliðina til að fást við faraldur sem væri ekki alvarlegri en þarna var lýst? Ég reyndi þá að lesa mér til um málið og að finna hvað aðrir faraldsfræðingar skrifuðu um það. Ég gat hvergi fundið faraldsfræðing með hættumat sem var neitt í líkingu við það sem Þórólfur gaf upp. Miðað við skrif annarra vísindamanna var að skilja að óheftur faraldur á Íslandi gæti hljóðað upp á mörg hundruð gjörgæslutilfelli eða jafnvel nokkur þúsund. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort sóttvarnalæknir hefði vanmetið faraldurinn og hvort hann mundi fljótlega setja fram nýtt hættumat. En Þórólfur hélt áfram að tala á svipuðum nótum. Á blaðamannafundi 15. mars varaði hann við útreikningum sem hljóðuðu upp á háar tölur sem sköpuðu „óþarfa-áhyggjur og óþarfa-tortryggni“. Hættumat hans var nánast óbreytt en hljóðaði nú upp á 30 gjörgæslutilfelli. Í Kveik 17. mars fengu áhorfendur aftur að heyra að „svartasta spáin sem maður gæti séð ef við gerðum ekki neitt“ væri „hér á Íslandi kannski kringum 15 dauðsföll, kannski helmingi fleiri sem væru alvarlega veikir og þyrftu að fara inn á gjörgæslu“. Á blaðamannafundi 19. mars virtist sóttvarnalæknir loksins draga í land með upphaflegt mat sitt á versta tilfelli með engum aðgerðum. Hann sagði þá að „það var aldrei spá í raun í sjálfu sér“. Ég var feginn að heyra að þarna virtist Þórólfur færast nær mati annarra faraldsfræðinga. En það hefði verið meiri reisn yfir því að viðurkenna að mistök hefðu verið gerð en að reyna að klóra yfir þau með þessu skrýtna orðavali. Ég öfunda sóttvarnalækni ekki af hlutverki sínu. Hann hefur fengið í hendur fordæmalaust verkefni sem er mikilvægt fyrir allt samfélagið. Veiran sem um ræðir er ný í heiminum og nýjar upplýsingar berast um hana á hverjum degi – nýjar upplýsingar sem stundum kalla á breytta stefnu eða nýjar aðgerðir. Það er viðbúið að í baráttu sem þessari séu stundum gerð mistök sem þarf eftir megni að leiðrétta. Ég held að almenningur hafi skilning á slíku og beri virðingu fyrir fagmönnum sem þora að viðurkenna mistök. Sóttvarnalæknir mundi ávinna sér traust með því að skýra okkur frá því að hann vanmat faraldurinn í upphafi. Farsóttin er miklu alvarlegri en svínainflúensan, kannski 100 sinnum alvarlegri ef marka má skýrslu Imperial College frá 16. mars. Vegna þessa upphaflega vanmats er skiljanlegt að aðgerðirnar í byrjun hafi ekki verið af þeim krafti sem þarf, þótt sannarlega megi þakka fyrir margt sem vel hefur verið gert. En nú þegar öllum er ljóst að veiran er alvarleg og banvæn ógn er það fyrir öllu að við festumst ekki af stolti eða þrjósku í gömlum áætlunum heldur sameinumst um að ráða niðurlagi þessa vágests með öllum tiltækum ráðum. Sóttvarnalæknir virðist enn í aðra röndina vera að vinna eftir áætlun um að skapa ónæmi í samfélaginu með því að heilbrigðir einstaklingar smitist. Á blaðamannafundi 24. mars talaði hann um möguleikann á samgöngubanni með þeim hætti að ekki var hægt að skilja öðruvísi en að það væri æskilegt að veiran bærist til allra landshluta til að skapa slíkt ónæmi. Áætlanir um hjarðónæmi eiga vel við viðráðanlega inflúensufaraldra en COVID-19 er of alvarleg sótt til að þetta sé fær leið núna enda hefur verið horfið frá henni í öðrum löndum á síðustu dögum og vikum. Aftur getur leikmaðurinn séð hvað aðrir fagmenn eru að gera og haft áhyggjur ef okkar fagmaður virðist vera að vinna í samræmi við aðra þekkingu en þá nýjustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig getur leikmaður verið í stöðu til að gagnrýna fagmann? Er það ekki bara kjánaskapur og óvitaháttur? Nei, ekki endilega. Við erum öll stundum í þeirri stöðu að geta gagnrýnt fagmenn með nokkrum rétti. Við getum til dæmis þurft að fá iðnaðarmenn til að gera okkur tilboð í framkvæmdir og viðgerðir. Ég er ekki rafvirki eða múrari eða pípari en samt get ég stundum metið hvort iðnaðarmaður er að standa sig vel og hvort ég mundi mæla með honum. Standast þær áætlanir sem hann gerir um kostnað og tíma? Er hans greining á verkefninu í samræmi við það sem aðrir fagmenn segja? Þegar hann gerir mistök, viðurkennir hann þau og tekur ábyrgð á þeim? Ég er ekki faraldsfræðingur og ég er ekki læknir og ég efast auðvitað ekki í andartak um að Þórólfur Guðnason viti hafsjó um þessar fræðigreinar sem ég mun aldrei vita. Eigi að síður hefur Þórólfi nú verið falið verkefni sem er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að takist vel og þess vegna hef ég fylgst með framgangi þess eftir bestu getu, kannski dálítið eins og íbúi mundi fylgjast með því hvernig gangi hjá verktaka sem gerir við húsið sem hann býr í. Á fyrsta upplýsingafundi Almannavarna um COVID-19-faraldurinn, 26. febrúar, skýrði sóttvarnalæknir frá hættumati sínu um faraldurinn. Hann taldi að um væri að ræða viðráðanlegan faraldur með svipað umfang og svínainflúensan sem heimsótti okkur 2009. Þá þurftu rúmlega 20 einstaklingar að leggjast inn á gjörgæslu og sóttvarnalæknir taldi að talan yrði svipuð í COVID-19-faraldrinum – það er að segja ef sóttvarnayfirvöld gripu ekki til neinna ráðstafana til að hefta útbreiðsluna. Versta tilfelli með engum aðgerðum gæti sem sagt verið um 25 gjörgæslutilfelli. Þetta væri viðráðanlegt verkefni fyrir íslenska heilbrigðiskerfið en þó dálítið mikið álag ef tilfellin yrðu öll á sama tíma. Þess vegna vildi Þórólfur grípa til aðgerða til að tefja fyrir faraldrinum og dreifa honum yfir lengri tíma. Þegar ég heyrði þetta hættumat fyrst var ég hissa. Getur það verið að Kínverjar hafi sett allt sitt samfélag á hliðina til að fást við faraldur sem væri ekki alvarlegri en þarna var lýst? Ég reyndi þá að lesa mér til um málið og að finna hvað aðrir faraldsfræðingar skrifuðu um það. Ég gat hvergi fundið faraldsfræðing með hættumat sem var neitt í líkingu við það sem Þórólfur gaf upp. Miðað við skrif annarra vísindamanna var að skilja að óheftur faraldur á Íslandi gæti hljóðað upp á mörg hundruð gjörgæslutilfelli eða jafnvel nokkur þúsund. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort sóttvarnalæknir hefði vanmetið faraldurinn og hvort hann mundi fljótlega setja fram nýtt hættumat. En Þórólfur hélt áfram að tala á svipuðum nótum. Á blaðamannafundi 15. mars varaði hann við útreikningum sem hljóðuðu upp á háar tölur sem sköpuðu „óþarfa-áhyggjur og óþarfa-tortryggni“. Hættumat hans var nánast óbreytt en hljóðaði nú upp á 30 gjörgæslutilfelli. Í Kveik 17. mars fengu áhorfendur aftur að heyra að „svartasta spáin sem maður gæti séð ef við gerðum ekki neitt“ væri „hér á Íslandi kannski kringum 15 dauðsföll, kannski helmingi fleiri sem væru alvarlega veikir og þyrftu að fara inn á gjörgæslu“. Á blaðamannafundi 19. mars virtist sóttvarnalæknir loksins draga í land með upphaflegt mat sitt á versta tilfelli með engum aðgerðum. Hann sagði þá að „það var aldrei spá í raun í sjálfu sér“. Ég var feginn að heyra að þarna virtist Þórólfur færast nær mati annarra faraldsfræðinga. En það hefði verið meiri reisn yfir því að viðurkenna að mistök hefðu verið gerð en að reyna að klóra yfir þau með þessu skrýtna orðavali. Ég öfunda sóttvarnalækni ekki af hlutverki sínu. Hann hefur fengið í hendur fordæmalaust verkefni sem er mikilvægt fyrir allt samfélagið. Veiran sem um ræðir er ný í heiminum og nýjar upplýsingar berast um hana á hverjum degi – nýjar upplýsingar sem stundum kalla á breytta stefnu eða nýjar aðgerðir. Það er viðbúið að í baráttu sem þessari séu stundum gerð mistök sem þarf eftir megni að leiðrétta. Ég held að almenningur hafi skilning á slíku og beri virðingu fyrir fagmönnum sem þora að viðurkenna mistök. Sóttvarnalæknir mundi ávinna sér traust með því að skýra okkur frá því að hann vanmat faraldurinn í upphafi. Farsóttin er miklu alvarlegri en svínainflúensan, kannski 100 sinnum alvarlegri ef marka má skýrslu Imperial College frá 16. mars. Vegna þessa upphaflega vanmats er skiljanlegt að aðgerðirnar í byrjun hafi ekki verið af þeim krafti sem þarf, þótt sannarlega megi þakka fyrir margt sem vel hefur verið gert. En nú þegar öllum er ljóst að veiran er alvarleg og banvæn ógn er það fyrir öllu að við festumst ekki af stolti eða þrjósku í gömlum áætlunum heldur sameinumst um að ráða niðurlagi þessa vágests með öllum tiltækum ráðum. Sóttvarnalæknir virðist enn í aðra röndina vera að vinna eftir áætlun um að skapa ónæmi í samfélaginu með því að heilbrigðir einstaklingar smitist. Á blaðamannafundi 24. mars talaði hann um möguleikann á samgöngubanni með þeim hætti að ekki var hægt að skilja öðruvísi en að það væri æskilegt að veiran bærist til allra landshluta til að skapa slíkt ónæmi. Áætlanir um hjarðónæmi eiga vel við viðráðanlega inflúensufaraldra en COVID-19 er of alvarleg sótt til að þetta sé fær leið núna enda hefur verið horfið frá henni í öðrum löndum á síðustu dögum og vikum. Aftur getur leikmaðurinn séð hvað aðrir fagmenn eru að gera og haft áhyggjur ef okkar fagmaður virðist vera að vinna í samræmi við aðra þekkingu en þá nýjustu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun