Skoðun

Jafnvægi í námi

Ingi Pétursson og Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar

Ein helsta áskorun samfélagsins í dag er að byggja upp öflugt og skilvirkt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Miklar þjóð- og samfélagsbreytingar kalla á ný viðhorf en auk þess þarf að mæta vaxandi þörf fyrir þjónustu vegna aukins fólksfjölda og stærra aldursbils. Meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi og álag á heilbrigðiskerfið mun halda áfram að aukast á næstu árum í samræmi við það. Okkur ber skylda til sem samfélag að mæta þeim áskorunum sem framundan eru á næstu árum og áratugum.

Skortur hefur verið á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á mörgum sviðum undanfarin ár og því er mikilvægt að nám á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands sé skipulagt þannig að nemendur hafi áhuga á að starfa við fagið að námi loknu. Það er því til hagsbóta fyrir bæði nemendur og heilbrigðiskerfið, að koma til móts við stefnumál heilbrigðisvísindasviðs.

Við í Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, munum meðal annars berjast fyrir því að samræma vinnuálag og einingafjölda, koma á launuðu starfsnámi þar sem við á, nútímavæða kennsluhætti og sjá til þess að allir fyrirlestrar verði teknir upp svo að aðgengi til náms verði jafnt fyrir alla.

Klínískur hluti náms heilbrigðisstétta gefur nemendum ómetanlega reynslu og færni í starfi. Gott jafnvægi á milli náms og einkalífs í klínísku námi er mikilvægt en umræða um kulnun í starfi hefur að undanförnu verið áberandi í samfélaginu. Kulnun getur jafnt komið fram hjá fólki í starfi sem og starfsnámi. Fjölmargir stúdentar finna fyrir lýjandi álagi á meðan starfsnámi stendur en rétt eins og fólk í fullu starfi, eiga stúdentar rétt á fjölskyldulífi. Því þarf að stilla vinnuálagi í ólaunuðu klínísku námi í hóf svo stúdentar brenni ekki út áður en námi lýkur.

Við í Vöku höfum framtíðarsýn fyrir nemendur í heilbrigðisvísindum sem mun gagnast heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir. Betra nám og ánægðari stúdentar er það sem við stefnum að. Stefnumál okkar eru því fjárfesting til framtíðar til hagsbóta fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi.

Ingi er nemi í læknisfræði og skipar 1. sæti á lista Vöku á heilbrigðisvísindasviði og Ragna er nemi í læknisfræði og skipar varamannasæti á heilbrigðisvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands 2020.

Balance in studies

One of the main challenges of today's society is to build a strong and effective public health care system for the future. Many social and societal changes call out for new attitudes and we also have to meet the growing need for service due to increased population numbers and higher age brackets. The average age of our nation is increasing and the strain on the public health care system will continue to increase in the next few years in correspondence with that. It is our duty as a society to meet these challenges that are ahead in the next few years and decades.

There has been a shortage of staff working in the health care service in many areas the last few years and that is why it is important that studies in the School of Health Sciences at the University of Iceland is organized in the way that students have a desire to work in their field of study when they finish their studies. It is then for the benefit of both students and the public health care system to cater to the agendas of the School of Health Sciences.

Vaka will, among other things, fight to standardize workload and the amount of course units. We want to incorporate paid internships where it applies, modernize teaching methods and make sure that all lectures are recorded so that the right to study will be equal for everybody.

The clinical part of healthcare personnel gives students invaluable experience and skill at their jobs. Good balance between studies and private lives in clinical studies is important but discussion about job burnouts has been prominent in our society lately. Job burnout can appear in both people working and people who are taking their internship. Many students feel the workload in their internships and just like people working full time, students deserve the right for domesticity. That is why we need to organize the workload in unpaid internships so students don't burn out before they complete their studies.

Vaka has a vision for students in the School of Health Sciences that will benefit the public health care system in the future. Better studies and happier students are what we aim for. Our agenda is an investment into the future for the Icelandic public health care system.

Ingi is studying medicine and is in 1st place on Vaka’s list on the School of Health Sciences. Ragna is also studying medicine and is a substitute on the School of Health Sciences for the student council elections in the University of Iceland 2020.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×