ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar Hrannar Björn Arnarsson skrifar 20. mars 2020 10:30 ADHD samtökin beina til stjórnenda í grunn- og ekki síður framhaldsskólum að nemendur með ADHD og skyldar raskanir eru sérstaklega viðkvæmir þegar venjulegt skólastarf raskast. Vitað er að fólk með ADHD á mun erfiðara en aðrir með að skipuleggja sig og það gildir ekki síst um nemendur á öllum skólastigum. Nemendur með ADHD eiga jafnframt erfiðara með að vinna með langa texta og eru þar afar háðir aðstoð kennara. Einnig er þekkt að fólk með ADHD hefur ekki sama tímaskyn og aðrir. Þessi atriði og fleiri einkenni ADHD geta verið sérstaklega íþyngjandi þegar kemur að verkefnavinnu og þá ekki síður skilum á verkefnum. Mikilvægt er því að sérhver nemandi fái persónulegan stuðning og hvatningu og að tillit sé tekið til þarfa hvers og eins við úthlutun verkefna og verkefnaskil. Nemendur með ADHD þurfa á að halda að samskipti séu tíð og þeir njóti eftirfylgni og stuðnings kennara. Því er nauðsynlegt að kröfur sem gerðar eru til nemenda með ADHD séu mótaðar í góðu samstarfi við nemandann sjálfan og forráðamenn. Auk þess sem hér er nefnt eru nemendur með ADHD í aukinni áhættu á að flosna upp úr námi við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja. Jafnvel þó ætlunin sé að halda áfram námi, má reikna með að mörgum innan okkar hóps reynist erfitt að taka aftur upp þráðinn þegar eðlilegt skólastarf kemst aftur á. Það er líklegt að hegðun margra barna og unglinga versni nú, þau verði pirruð og sýni meiri mótþróa. Þetta eru dæmigerð kvíðaviðbrögð. Allt samfélagið er kvíðið og bjargráð okkar til að takast á við kvíða eru mjög mismunandi. Mótþrói og pirringur eru þekkt kvíðaviðbrögð og algeng hjá ADHD börnum. Sýnum skilning og aukum stuðning og uppörvun og höldum aftur af eigin pirringi. ADHD samtökin vita að víða er verið að vinna á þennan hátt með nemendum og þakka þeim kennurum og skjólastjórnendum sem þannig starfa. Samtökin lýsa sig reiðubúin til ráðgjafar og samstarfs, bæði við skólastjórnendur, nemendur og forráðamenn og benda á ítarlegar upplýsingar á vef samtakanna www.adhd.is Á meðan samkomubann stjórnvalda stendur, munu ADHD samtökin standa fyrir opnum fræðslufundum á Facebook síðu samtakanna. Sá fyrsti verður miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 um nám og ADHD á tímum kórónuveirunnar – sjá nánar á meðfylgjandi slóð. Höfundur er framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
ADHD samtökin beina til stjórnenda í grunn- og ekki síður framhaldsskólum að nemendur með ADHD og skyldar raskanir eru sérstaklega viðkvæmir þegar venjulegt skólastarf raskast. Vitað er að fólk með ADHD á mun erfiðara en aðrir með að skipuleggja sig og það gildir ekki síst um nemendur á öllum skólastigum. Nemendur með ADHD eiga jafnframt erfiðara með að vinna með langa texta og eru þar afar háðir aðstoð kennara. Einnig er þekkt að fólk með ADHD hefur ekki sama tímaskyn og aðrir. Þessi atriði og fleiri einkenni ADHD geta verið sérstaklega íþyngjandi þegar kemur að verkefnavinnu og þá ekki síður skilum á verkefnum. Mikilvægt er því að sérhver nemandi fái persónulegan stuðning og hvatningu og að tillit sé tekið til þarfa hvers og eins við úthlutun verkefna og verkefnaskil. Nemendur með ADHD þurfa á að halda að samskipti séu tíð og þeir njóti eftirfylgni og stuðnings kennara. Því er nauðsynlegt að kröfur sem gerðar eru til nemenda með ADHD séu mótaðar í góðu samstarfi við nemandann sjálfan og forráðamenn. Auk þess sem hér er nefnt eru nemendur með ADHD í aukinni áhættu á að flosna upp úr námi við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja. Jafnvel þó ætlunin sé að halda áfram námi, má reikna með að mörgum innan okkar hóps reynist erfitt að taka aftur upp þráðinn þegar eðlilegt skólastarf kemst aftur á. Það er líklegt að hegðun margra barna og unglinga versni nú, þau verði pirruð og sýni meiri mótþróa. Þetta eru dæmigerð kvíðaviðbrögð. Allt samfélagið er kvíðið og bjargráð okkar til að takast á við kvíða eru mjög mismunandi. Mótþrói og pirringur eru þekkt kvíðaviðbrögð og algeng hjá ADHD börnum. Sýnum skilning og aukum stuðning og uppörvun og höldum aftur af eigin pirringi. ADHD samtökin vita að víða er verið að vinna á þennan hátt með nemendum og þakka þeim kennurum og skjólastjórnendum sem þannig starfa. Samtökin lýsa sig reiðubúin til ráðgjafar og samstarfs, bæði við skólastjórnendur, nemendur og forráðamenn og benda á ítarlegar upplýsingar á vef samtakanna www.adhd.is Á meðan samkomubann stjórnvalda stendur, munu ADHD samtökin standa fyrir opnum fræðslufundum á Facebook síðu samtakanna. Sá fyrsti verður miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 um nám og ADHD á tímum kórónuveirunnar – sjá nánar á meðfylgjandi slóð. Höfundur er framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun