Enski boltinn

Enski boltinn hefst ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi 30. apríl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi um þarnæstu mánaðamót.

Ákveðið hefur verið að fresta tímabilinu á Englandi til a.m.k. 30. apríl vegna kórónuveirufaraldursins.

Unnið er að því að finnar leiðir til að klára tímabilið á Englandi. Í reglum enska knattspyrnusambandsins segir að tímabil skuli klárast ekki seinna en 1. júní. Nú hefur verið ákveðið að framlengja þennan frest.

Búist er að færa Evrópumót karla til 2021 sem gefur aukið svigrúm til að klára deildakeppnirnar í Evrópu.

Síðast var leikið í ensku úrvalsdeildinni mánudaginn 9. mars þegar Leicester City vann 4-0 sigur á Aston Villa.

Liverpool er með 25 stiga forskot á Manchester City á toppi deildarinnar. Liðin eiga eftir að leika 9-10 leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×