Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 19:30 Máté Dalmay, t.v. á mynd, er þjálfari Hamars sem þarf að spila áfram í 1. deild næsta vetur. Facebook/@hamarkorfubolti Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. KKÍ tilkynnti í dag að leiktíðinni væri lokið. Þar sem að ekki var öllum leikjum lokið í deildunum þurfti stjórnin að skera úr um hvað yrði um lið sem börðust um að komast upp í Domino‘s-deild eða að forðast fall þaðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að Fjölnir fellur úr Domino‘s-deild karla og Höttur kemst upp úr 1. deild, en að ekki fari annað lið upp úr 1. deild og að ekki falli annað lið úr efstu deild en Fjölnir. Höttur var með 40 stig á toppi 1. deildar og átti tvo leiki eftir, líkt og Hamar sem var með 38 stig. Liðin áttu að mætast á föstudaginn í leik sem stillt hafði verið upp sem úrslitaleik um hvort liðanna endaði á toppi deildarinnar. Hamar átti því möguleika á að ná efsta sæti en hefði annars farið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum. Máté Dalmay, þjálfari Hamars, er skiljanlega hryggur yfir niðurstöðunni og vandar KKÍ ekki kveðjuna í viðtali við mbl.is. „Þetta var eins og einhver nákominn manni hafi fallið frá og það á ósanngjarnan hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekkert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru engin rök fyrir. Þetta var einhver geðþóttaákvörðun sem er tekin á fundi í hádeginu á miðvikudegi á meðan að allar stærstu deildir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða málin fram og til baka,“ segir Maté. Þjálfarinn bendir á að leikjaniðurröðun í 1. deildinni, sem sé í höndum KKÍ, ráði miklu um það að Höttur sé á þessum mikilvæga tímapunkti í efsta sæti. „Eina ástæðan fyrir því að Höttur er á undan okkur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikjaniðurröðin og frestaðir leikir ráði úrslitum eftir að lið eyði milljónum í eitt tímabil er sturlað,“ segir Maté við mbl.is, og hann segir ákvörðun dagsins tekna af fólki „sem veit ekkert um íþróttir“. Langerfiðasta ákvörðun formanns KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í Sportinu í dag að um gríðarlega erfiða ákvörðun hefði verið að ræða. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort að nokkuð hefði legið á að taka ákvörðun strax svaraði formaðurinn: „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það. Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. KKÍ tilkynnti í dag að leiktíðinni væri lokið. Þar sem að ekki var öllum leikjum lokið í deildunum þurfti stjórnin að skera úr um hvað yrði um lið sem börðust um að komast upp í Domino‘s-deild eða að forðast fall þaðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að Fjölnir fellur úr Domino‘s-deild karla og Höttur kemst upp úr 1. deild, en að ekki fari annað lið upp úr 1. deild og að ekki falli annað lið úr efstu deild en Fjölnir. Höttur var með 40 stig á toppi 1. deildar og átti tvo leiki eftir, líkt og Hamar sem var með 38 stig. Liðin áttu að mætast á föstudaginn í leik sem stillt hafði verið upp sem úrslitaleik um hvort liðanna endaði á toppi deildarinnar. Hamar átti því möguleika á að ná efsta sæti en hefði annars farið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum. Máté Dalmay, þjálfari Hamars, er skiljanlega hryggur yfir niðurstöðunni og vandar KKÍ ekki kveðjuna í viðtali við mbl.is. „Þetta var eins og einhver nákominn manni hafi fallið frá og það á ósanngjarnan hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekkert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru engin rök fyrir. Þetta var einhver geðþóttaákvörðun sem er tekin á fundi í hádeginu á miðvikudegi á meðan að allar stærstu deildir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða málin fram og til baka,“ segir Maté. Þjálfarinn bendir á að leikjaniðurröðun í 1. deildinni, sem sé í höndum KKÍ, ráði miklu um það að Höttur sé á þessum mikilvæga tímapunkti í efsta sæti. „Eina ástæðan fyrir því að Höttur er á undan okkur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikjaniðurröðin og frestaðir leikir ráði úrslitum eftir að lið eyði milljónum í eitt tímabil er sturlað,“ segir Maté við mbl.is, og hann segir ákvörðun dagsins tekna af fólki „sem veit ekkert um íþróttir“. Langerfiðasta ákvörðun formanns KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í Sportinu í dag að um gríðarlega erfiða ákvörðun hefði verið að ræða. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort að nokkuð hefði legið á að taka ákvörðun strax svaraði formaðurinn: „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það. Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40