Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2020 16:45 Hvítir frauðkassar, hlaðnir ferskum fiski, á leið um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
„Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45