Opið bréf sem er ekki í viðhengi Finnur Pálmi Magnússon skrifar 17. mars 2020 16:30 Kæri stjórnandi menntastofnunar, leikskóla eða tómstundafélags, Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að halda mér upplýstum um framgang barnsins míns og helstu viðburði á vegum stofnunarinnar. Mig langaði samt að benda vinalega á að þessari áráttu með að setja allar upplýsingar í viðhengi verður að ljúka. Það eru engin rök fyrir því að þvinga okkur sem veitum póstunum viðtöku að opna PDF skjöl til að komast að efni póstins. Svo ekki sé talað um Word skjöl. Ég er ekki með Word á símanum mínum. Einu rökin sem ég hef heyrt sem styðja við þessa viðhengja áráttu er að þannig sé hægt að hafa betri stjórn á letri og uppsetningu. Það á bara ekki við um tölvupóst. Þér er frjálst að vera skapandi með Comic sans þegar prentaðar eru út tilkynningar sem eiga að fara á veggi. En þegar lesa skal tölvupóst, þá erum við með alls kyns tæki og forrit sem sem við höfum valið og stilt til að lesa texta á því sniði sem hentar okkur. Rök sem mæla með því að skrifa efni tölvupósts í sjálfan tölvupóstinn: Færri smellir og tímasparnaður; Maður opnar póstinn og les efnið. Leit; Það er betri stuðningur við að leita í efni póstins en viðhengjum. Maður gæti þá fundið gamla póstinn með páskabingóinu þegar mikið liggur á. Þessu tengt, þá er listgrein að tilgreina efni póstins greinilega í Subject línunni svo maður endi ekki með 20 pósta sem allir hafa titilinn Tilkynning í viðhengi. Öryggi; Það er sífellt verið að brýna fyrir fólki að opna ekki viðhengi vegna hættu á vírusum. Þið eruð að þjálfa fólk til að opna viðhengi margoft á dag. Aðgengi; Fólk les pósta í símum og á tölvuskjám í mismunandi forritum sem þeim henta. Fólk sem sér illa, hefur litblindu eða aðra skerðingu getur þannig ráðið hvaða letur og litir eru notaðir í lestri á pósti. Þú ert að taka fram fyrir hendur á þessu fólki með því að senda PDF viðhengi. Samskipti; Tölvupóstar eru hannaðir í tvíátta samskipti og ef ég hefði áhuga á að svara póstinum með því að vitna í hluta hans, þá er það einfaldara ef efnið er í sjálfum póstinum. Tökum nú höndum saman og hættum þessu. Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist. Í næsta bréfi mun ég fjalla um möguleikann á því að bjóða fólki á viðburði með því að nota dagatals virkni tölvupóstforrita. Þar er í lagi að setja viðhengi. Með vinsemd og virðingu. Finnur Pálmi Magnússon foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Netöryggi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Kæri stjórnandi menntastofnunar, leikskóla eða tómstundafélags, Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að halda mér upplýstum um framgang barnsins míns og helstu viðburði á vegum stofnunarinnar. Mig langaði samt að benda vinalega á að þessari áráttu með að setja allar upplýsingar í viðhengi verður að ljúka. Það eru engin rök fyrir því að þvinga okkur sem veitum póstunum viðtöku að opna PDF skjöl til að komast að efni póstins. Svo ekki sé talað um Word skjöl. Ég er ekki með Word á símanum mínum. Einu rökin sem ég hef heyrt sem styðja við þessa viðhengja áráttu er að þannig sé hægt að hafa betri stjórn á letri og uppsetningu. Það á bara ekki við um tölvupóst. Þér er frjálst að vera skapandi með Comic sans þegar prentaðar eru út tilkynningar sem eiga að fara á veggi. En þegar lesa skal tölvupóst, þá erum við með alls kyns tæki og forrit sem sem við höfum valið og stilt til að lesa texta á því sniði sem hentar okkur. Rök sem mæla með því að skrifa efni tölvupósts í sjálfan tölvupóstinn: Færri smellir og tímasparnaður; Maður opnar póstinn og les efnið. Leit; Það er betri stuðningur við að leita í efni póstins en viðhengjum. Maður gæti þá fundið gamla póstinn með páskabingóinu þegar mikið liggur á. Þessu tengt, þá er listgrein að tilgreina efni póstins greinilega í Subject línunni svo maður endi ekki með 20 pósta sem allir hafa titilinn Tilkynning í viðhengi. Öryggi; Það er sífellt verið að brýna fyrir fólki að opna ekki viðhengi vegna hættu á vírusum. Þið eruð að þjálfa fólk til að opna viðhengi margoft á dag. Aðgengi; Fólk les pósta í símum og á tölvuskjám í mismunandi forritum sem þeim henta. Fólk sem sér illa, hefur litblindu eða aðra skerðingu getur þannig ráðið hvaða letur og litir eru notaðir í lestri á pósti. Þú ert að taka fram fyrir hendur á þessu fólki með því að senda PDF viðhengi. Samskipti; Tölvupóstar eru hannaðir í tvíátta samskipti og ef ég hefði áhuga á að svara póstinum með því að vitna í hluta hans, þá er það einfaldara ef efnið er í sjálfum póstinum. Tökum nú höndum saman og hættum þessu. Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist. Í næsta bréfi mun ég fjalla um möguleikann á því að bjóða fólki á viðburði með því að nota dagatals virkni tölvupóstforrita. Þar er í lagi að setja viðhengi. Með vinsemd og virðingu. Finnur Pálmi Magnússon foreldri.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar