Kosningaár að loknu kófi Ólafur Ísleifsson skrifar 27. desember 2020 11:00 Við sjáum ljósið við endann á göngunum. Hvenær við sleppum út úr kófinu veit enginn en þegar það gerist má búast við að hjól efnahagslífsins taki rösklega við sér. Veiran hefur dregið fram marga af bestu eiginleikum þjóðarinnar, þrautseigju, baráttuþrek og samheldni. Krafturinn og hæfileikarnir sem búa með fólkinu mun færa okkur á nýja braut uppgangs og hagsældar. Miklu skiptir hvernig haldið verður á málum af hálfu stjórnvalda. Ábyrg og framfarasinnuð stefna Gangvél atvinnulífsins felst í krafti einkageirans þar sem einstaklingum er tryggt rými til athafna á grundvelli einstaklingsfrelsis og eignarréttar. Stjórnvöldum ber að búa atvinnufyrirtækjum ákjósanleg skilyrði til að geta keppt í jöfnum leik við erlenda keppinauta. Hér skiptir máli að skattar séu hóflegir, íhlutun opinberra aðila í lágmarki og fjárhagslegt umhverfi sem tryggt getur starfsfé á samkeppnishæfum kjörum. Ríkissjóð þarf að reka með ábyrgum hætti og auknum metnaði þar sem viðurkennd sóun á opinberu fé er ekki látin viðgangast. Lífeyrissjóðirnir standa reiðubúnir til að fjármagna stórátak í samgöngum og öðrum innviðum til að bæta hag samfélagsins. Eldri borgarar látnir fjármagna ríkissjóð Sýnt er að skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna tekna fara fram úr öllu hófi. Með því að leyfa aðeins 100 þúsund króna launatekjur áður en tekið er að skerða um 45% fyrir hverja krónu er gengið gegn því lögmáli sjálfsbjargarviðleitninnar að hverjum manni er frjálst að bæta hag sinn með aukinni vinnu. Með því að skerða ellilífeyri og aðrar greiðslur vegna tekna úr lífeyrissjóði umfram 25 þúsund krónur er rofið fyrirheit sem liggur til grundvallar í íslensku samfélagi um framfærslu eldri borgara eftir að starfsævinni lýkur. Lífeyrissjóðirnir voru settir á laggirnar 1969 til að bæta hag fólks eftir starfslok, ekki til að fjármagna ríkissjóð með lífeyrissparnaði vinnandi fólks. Fyrirheitið var virt í fjörutíu ár þangað til Jóhanna og Steingrímur tóku upp tímabundnar skerðingar 2009 vegna hrunsins. Þær skerðingar féllu niður 2013 en voru illu heilli teknar upp að nýju 2017. Þá hafa greiðslur almannatrygginga dregist saman að verðgildi undanfarin ár borið saman við helstu mælikvarða. Ellilífeyririnn hefur dregist jafnt og þétt aftur úr launavísitölu og lægstu launum. Með engu móti fær staðist að lífeyrisparnaður vinnandi fólks sé hremmdur til að fjármagna ríkissjóð og að greiðslur úr almannatryggingum séu látnar rýrna að verðgildi eins og raun ber vitni. Leiðrétting á kjörum eldri borgara og annarra sem rétt eiga á greiðslum úr almannatryggingum er eitt stærsta viðfangsefni sem blasir við í íslensku samfélagi. Réttur neytenda á fjármálamarkaði Tveir dómar héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs sýnast stefnumarkandi um að virtur sé réttur neytenda á fjármálamarkaði. Í seinni dómnum er talið að framkvæmdin hafi falið í sér brot gegn lögum um neytendalán frá 1994. Í báðum dómunum er ítarlega rökstutt að reglugerð um uppgreiðslugjaldið fari í bága við húsnæðislög frá 2004. Síðari dómurinn felur í sér áfelli yfir starfsemi ÍLS. Segir að „nokkur losarabragur“ hafi verið á frágangi lánsskjala og tilviljun virðist hafa ráðið för hvaða texti stóð inni í stöðluðum skuldabréfaskilmálum skjalanna. Gera má því skóna að þungt verði undir fæti fyrir fjármálaráðherra að fá þessum dómum hnekkt. Á meðan bíða þúsundir manna leiðréttingar. Breytt viðhorf eftir Brexit Bretum hefur loks tekist að brjóta sig lausa úr Evrópusambandinu. Sýnist ýmsan lærdóm mega draga af hvernig haldið var á málum gagnvart þeim. Fullvíst er að þeir sem þangað rata muni eiga óhægt um útgöngu. Okkur stendur næst að meta hagsmuni þjóðarinnar gagnvart breyttri skipan. Utanríkisráðherra hefur lýst yfir að hann áformi endurskoðun tollasamnings við Evrópusambandið. Sýnist mjög halla á Íslendinga í samningnum en steininn tekur úr eftir að Bretland, helsta viðskiptaland okkar fyrir afurðir sem samningurinn tekur til, er horfið á brott. Hver er ávinningurinn af Schengen? Þá er full ástæða til að meta ávinning og kostnað af Schengen-samningnum sem enginn virðist vita hvers vegna við Íslendingar gerðumst aðilar að. Eyþjóðirnar í nágrenni okkar, Bretar og Írar, létu það ógert. Níu mánuðir til kosninga Áformaðir níu mánuðir eru lengri tími en svo að unnt sé að sjá fyrir í einstökum atriðum hvaða mál ber hæst í alþingiskosningum 2021. Þau mál sem hér hafa verið gerð að umræðuefni verður ekki unnt að leiða hjá sér og munu óefað vega þungt. Undir liggur spurningin um meginstefnu að loknum kosningum. Þar eru skýrir kostir. Annars vegar er stjórnarmynstur sömu flokka og skipa meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar sýna verkin merkin hvort sem litið er til fjármálastjórnar eða stjórnsýslu þar sem enginn sýnist bera ábyrgð. Menn sjá líka stefnumörkun í veigamiklum málaflokkum eins og umferðar- og samgöngumálum þar sem hæst ber fokdýrar hugdettur sem hafnað hefur verið af kunnáttumönnum í verkfræði og hagfræði meðan stofnbrautir og Sundabraut sitja á hakanum. Kjósendur hafa stjórnarhætti meirihlutaflokkanna í Reykjavík fyrir augum dag hvern. Hinn kosturinn er ábyrg stjórn traustra flokka sem setur skynsemi og lausnir í öndvegi. Lesendum Vísis og landsmönnum öllum óska ég farsældar á nýju ári. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjáum ljósið við endann á göngunum. Hvenær við sleppum út úr kófinu veit enginn en þegar það gerist má búast við að hjól efnahagslífsins taki rösklega við sér. Veiran hefur dregið fram marga af bestu eiginleikum þjóðarinnar, þrautseigju, baráttuþrek og samheldni. Krafturinn og hæfileikarnir sem búa með fólkinu mun færa okkur á nýja braut uppgangs og hagsældar. Miklu skiptir hvernig haldið verður á málum af hálfu stjórnvalda. Ábyrg og framfarasinnuð stefna Gangvél atvinnulífsins felst í krafti einkageirans þar sem einstaklingum er tryggt rými til athafna á grundvelli einstaklingsfrelsis og eignarréttar. Stjórnvöldum ber að búa atvinnufyrirtækjum ákjósanleg skilyrði til að geta keppt í jöfnum leik við erlenda keppinauta. Hér skiptir máli að skattar séu hóflegir, íhlutun opinberra aðila í lágmarki og fjárhagslegt umhverfi sem tryggt getur starfsfé á samkeppnishæfum kjörum. Ríkissjóð þarf að reka með ábyrgum hætti og auknum metnaði þar sem viðurkennd sóun á opinberu fé er ekki látin viðgangast. Lífeyrissjóðirnir standa reiðubúnir til að fjármagna stórátak í samgöngum og öðrum innviðum til að bæta hag samfélagsins. Eldri borgarar látnir fjármagna ríkissjóð Sýnt er að skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna tekna fara fram úr öllu hófi. Með því að leyfa aðeins 100 þúsund króna launatekjur áður en tekið er að skerða um 45% fyrir hverja krónu er gengið gegn því lögmáli sjálfsbjargarviðleitninnar að hverjum manni er frjálst að bæta hag sinn með aukinni vinnu. Með því að skerða ellilífeyri og aðrar greiðslur vegna tekna úr lífeyrissjóði umfram 25 þúsund krónur er rofið fyrirheit sem liggur til grundvallar í íslensku samfélagi um framfærslu eldri borgara eftir að starfsævinni lýkur. Lífeyrissjóðirnir voru settir á laggirnar 1969 til að bæta hag fólks eftir starfslok, ekki til að fjármagna ríkissjóð með lífeyrissparnaði vinnandi fólks. Fyrirheitið var virt í fjörutíu ár þangað til Jóhanna og Steingrímur tóku upp tímabundnar skerðingar 2009 vegna hrunsins. Þær skerðingar féllu niður 2013 en voru illu heilli teknar upp að nýju 2017. Þá hafa greiðslur almannatrygginga dregist saman að verðgildi undanfarin ár borið saman við helstu mælikvarða. Ellilífeyririnn hefur dregist jafnt og þétt aftur úr launavísitölu og lægstu launum. Með engu móti fær staðist að lífeyrisparnaður vinnandi fólks sé hremmdur til að fjármagna ríkissjóð og að greiðslur úr almannatryggingum séu látnar rýrna að verðgildi eins og raun ber vitni. Leiðrétting á kjörum eldri borgara og annarra sem rétt eiga á greiðslum úr almannatryggingum er eitt stærsta viðfangsefni sem blasir við í íslensku samfélagi. Réttur neytenda á fjármálamarkaði Tveir dómar héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs sýnast stefnumarkandi um að virtur sé réttur neytenda á fjármálamarkaði. Í seinni dómnum er talið að framkvæmdin hafi falið í sér brot gegn lögum um neytendalán frá 1994. Í báðum dómunum er ítarlega rökstutt að reglugerð um uppgreiðslugjaldið fari í bága við húsnæðislög frá 2004. Síðari dómurinn felur í sér áfelli yfir starfsemi ÍLS. Segir að „nokkur losarabragur“ hafi verið á frágangi lánsskjala og tilviljun virðist hafa ráðið för hvaða texti stóð inni í stöðluðum skuldabréfaskilmálum skjalanna. Gera má því skóna að þungt verði undir fæti fyrir fjármálaráðherra að fá þessum dómum hnekkt. Á meðan bíða þúsundir manna leiðréttingar. Breytt viðhorf eftir Brexit Bretum hefur loks tekist að brjóta sig lausa úr Evrópusambandinu. Sýnist ýmsan lærdóm mega draga af hvernig haldið var á málum gagnvart þeim. Fullvíst er að þeir sem þangað rata muni eiga óhægt um útgöngu. Okkur stendur næst að meta hagsmuni þjóðarinnar gagnvart breyttri skipan. Utanríkisráðherra hefur lýst yfir að hann áformi endurskoðun tollasamnings við Evrópusambandið. Sýnist mjög halla á Íslendinga í samningnum en steininn tekur úr eftir að Bretland, helsta viðskiptaland okkar fyrir afurðir sem samningurinn tekur til, er horfið á brott. Hver er ávinningurinn af Schengen? Þá er full ástæða til að meta ávinning og kostnað af Schengen-samningnum sem enginn virðist vita hvers vegna við Íslendingar gerðumst aðilar að. Eyþjóðirnar í nágrenni okkar, Bretar og Írar, létu það ógert. Níu mánuðir til kosninga Áformaðir níu mánuðir eru lengri tími en svo að unnt sé að sjá fyrir í einstökum atriðum hvaða mál ber hæst í alþingiskosningum 2021. Þau mál sem hér hafa verið gerð að umræðuefni verður ekki unnt að leiða hjá sér og munu óefað vega þungt. Undir liggur spurningin um meginstefnu að loknum kosningum. Þar eru skýrir kostir. Annars vegar er stjórnarmynstur sömu flokka og skipa meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar sýna verkin merkin hvort sem litið er til fjármálastjórnar eða stjórnsýslu þar sem enginn sýnist bera ábyrgð. Menn sjá líka stefnumörkun í veigamiklum málaflokkum eins og umferðar- og samgöngumálum þar sem hæst ber fokdýrar hugdettur sem hafnað hefur verið af kunnáttumönnum í verkfræði og hagfræði meðan stofnbrautir og Sundabraut sitja á hakanum. Kjósendur hafa stjórnarhætti meirihlutaflokkanna í Reykjavík fyrir augum dag hvern. Hinn kosturinn er ábyrg stjórn traustra flokka sem setur skynsemi og lausnir í öndvegi. Lesendum Vísis og landsmönnum öllum óska ég farsældar á nýju ári. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar