Handbolti

Ólafur og Teitur fá nýjan þjálfara

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad. vísir/getty

Ljubomir Vranjes hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari sænska handboltaliðsins IFK Kristianstad.

Með liðinu leika íslensku handknattleiksmennirnir Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson.

Ríkjandi meistarar Kristianstad þykja ekki hafa staðið undir væntingum á tímabilinu en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar og hefur tapað sjö leikjum í deildinni til þessa. 

Vranjes gerði garðinn frægan sem leikmaður á árum áður en eftir að leikmannaferlinum lauk árið 2009 tók hann við þjálfun þýska stórliðsins Flensburg sem hann stýrði í rúm sjö ár.

Hann hefur einnig þjálfað ungverska stórveldið Veszprem en hann tók við liði Kristianstad af Ola Lindgren í ársbyrjun 2019.

Vranjes er þó ekki atvinnulaus þar sem hann hefur samhliða starfi sínu hjá Kristianstad sinnt þjálfun slóvenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×