Leikjavísir

Mánudagsstreymið: Hyggja á gripdeildir í Los Santos

Samúel Karl Ólason skrifar
131150218_10157539372351651_6289002853085302577_o

Strákarnir í GameTíví hyggja á rándeildir í kvöld. Í mánudagsstreymi kvöldsins ætla þeir nefnilega að skella sér til Los Santos í hinum klikkaða heimi GTA Online. 

Óvissan er mikil og verður áhugavert að sjá hvort strákunum tekst að skipuleggja rán eða bara yfir höfuð lifa af í óreiðunni í Los Santos.

Gamanið hefst klukkan átta á Stöð 2 eSport, Twitchrás GameTíví og Vísi. Hægt er að horfa hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.