Körfubolti

Valencia steig upp í síðasta leik­hluta og landaði sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson skoraði sjö stig í leik dagsins.
Martin Hermannsson skoraði sjö stig í leik dagsins. @valenciabasket

Martin Hermannsson og félagar í Valencia virtust ætla að tapa enn einum leiknum í spænsku úrvalsdeildinni í dag en liðið steig heldur betur upp í síðasta leikhluta leiksins og vann á endanum fimm stiga sigur, 86-81.

Valencia sótti Movistar Estudiantes heim í dag og segja má að heimamenn hafi haft öll völd í fyrsta leikhluta. Það gekk ekkert upp hjá Valencia sem var tólf stigum undir er 2. leikhluti hófst.

Martin og félögum tókst að minnka muninn fyrir hálfleik og voru aðeins sex stigum undir þá. Staðan 44-30 Estudiaentes í vil.

Síðari hálfleikurinn var stál í stál framan af og Valencia enn sex stigum undir fyrir síðasta fjórðung leiksins. Það var hins vegar þá sem Valencia setti í fluggírinn. Þeir settu niður hverja körfuna á fætur annarri og fór það svo að þeir unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 86-81 Valencia í vil.

Sigurinn lyftir Valencia upp í 8. sæti í úrvalsdeildarinnar. Var þetta þriðji sigur liðsins í röð og mögulega er liðið farið að finna taktinn í deildinni heima fyrir en gengi Valencia í EuroLeague hefur verið mun betra en á Spáni.

Martin skoraði sjö stig á þeim 14 mínútum sem hann spilaði í dag. Öll stig hans komu í öðrum leikhluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×