Skoðun

Kynja­jafn­rétti mun aldrei nást fyrr en kyn­bundið of­beldi verður upp­rætt

Margaret Anne Johnson skrifar

Kynjajafnrétti er lykil atriði í barráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Kynjakerfi sem byggist á alda gömlu samfélags- og lagakerfi er grunvöllur fyrir samskipti kynjanna, en nútíma samfélag kallar eftir breytingum sem er meira í takt við nútíma skilning á réttlæti og mannréttindum. Á Íslandi erum við stolt af okkar árangri í kynjajafnrétti þar sem við erum í fremstu röð af öllum OECD löndunum. En þrátt fyrir þennan árangur höldum við oft að jafnrétti sé náð. Fjarri sannleikanum.

Á einhverjum tímapunkti í lífinu munu flestar konur vakna við þann raunveruleika að þær gætu orðið fyrir ofbeldi á grundvelli þess að þær eru konur. Ofbeldi getur verið falið í kynferðislegri eða líkamlegri árás, niðurlægingu, áreitni, ógnunum, fordómum eða þvingunum. Konur munu upplifa ofbeldi á misjafnan hátt eftir þjóðerni, kynþætti, kynleiðréttingu, aldri, fötlun eða stétt. Meira en 80% af konum hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi í lífinu og í u.þ.b. 70% tilfella er ofbeldi beitt innan hjónabands eða sambanda.

Ofbeldi gegn konum er vandamál sem hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið. Í of mörgum tilfellum er þetta falið vandamál. Konur eru hræddar við að tala um þetta því þær vilja ekki verða fyrir fordómum frá öðrum. Þannig er ofbeldi gegn konum tvíeggjað sverð. Það er skömm að verða fyrir ofbeldi og skömm að viðurkenna það. Konur finna fyrir því að þeim sé kennt um ofbeldi sem þær verða fyrir, bæði frá gerandanum og samfélaginu. Að tala opinskátt um ofbeldi þýðir að konan þarf að kæra gerandann og mun oftast nær enda í sambandsslitum. Þetta veldur óöryggi sem er niðurbrjótandi og hræðilegt.

Fyrir flestar konur er erfitt að tala um ofbeldi. Fyrir konur af erlendum uppruna eru örðugleikar óyfirstíganlegir. Þær þurfa að takast á við tvíþættan vanda, að vera kona og að vera af erlendum uppruna. Ásakanir og fordómar eru margfalt verri fyrir þær vegna annarra hluta og hindrana sem þær geta orðið fyrir. Þetta getur verið staða landvistarleyfis, þekking á kerfinu og menningar mismunur. Það er allt of oft að konur af erlendun uppruna kæra ekki ofbeldi vegna hræðslu við yfirvöld, tungumála örðuleika, hótana um að þær missi forræði yfir börnum sínum, eða hræðslu við að vera vísað úr landi, ásamt skömm að hafa orðið fyrir ofbeldi og fordómum frá samfélaginu.

Það er erfitt að vita hversu mikið kynbundið ofbeldi er í samfélaginu vegna fjölda tilfella sem aldrei eru tilkynnt. Margar konur reyna að halda áfram lífinu án þess að gera mikið úr ofbeldinu sem þær verða fyrir því ferlið til að vinna úr því er of erfitt. Þegar vakning varð um kynferðislegt ofbeldi og #Metoo hreyfingin var sem hæst á Íslandi var afhjúpaður alvöruleiki ofbeldis gegn konum. Afleiðing þess var að margir landsmenn sáu ástæðu til að staldra aðeins við, draga djúpt andann og viðurkenna vandamálið.

Mannréttindaskrifstofa Íslands stendur fyrir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum. Konur geta orðið fyrir ofbeldi hvar sem þær eru staddar í samfélagi og í hvaða landi sem er í heiminum. Ekkert samfélag í heiminum mun ná kynjajafnrétti á meðan það er ekki búið að skoða laga- og samfélagskerfi og breyta viðhorfi til kynbundis ofbeldis. Ísland hefur náð góðum áranguri í ákveðnum hluta tengdum kynjajafnrétti, s.s., atvinnu tækifæri, menntun, heilbrigði og þátttöku í pólitík. Kynbundið ofbeldi er ekki talið meðal þeirra atriða.

Konur af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) viðurkenna að þetta vandamál getur snert alla fleti samfélagsins og vegna þess er nauðsynlegt að vekja athygli á því. Við viðurkennum að þetta er alvarlegt og flókið mál sem þarfnast víðtækrar kerfisbreytingar. Kynjajafnrétti mun aldrei nást fyrr en kynbundið ofbeldi verður upprætt.

Höfundur er framhaldsskólakennari, Phd nemi í kynjafræði við Háskóli Íslands, og í stjórn konur af erlendum uppruna á íslandi, W.O.M.E.N.

Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.Gender equality is the key to eradicating gender-based violence

Gender equality is the key element in the fight against gender-based violence. Antiquated social and legal systems form the basis for gender relations, but a modern society calls for changes that represent our current understanding of equality and human rights. In Iceland we are proud of our results we have achieved as the highest country in the world on the Global Gender Gap Index. Because of these results, there is a risk that we will think that equality has been obtained. But this is far from the truth.

At some point in their lives most women will awaken to the reality that they could experience violence just because they are women. This awakening might come in the form of a sexual or physical attack, humiliation, harassment, threats, prejudice, or coercion. Women can experience violence in various ways depending on ethnicity, race, gender reassignment, disability, age, or class. More than 80% of women have experienced violence of some type in their lives and approximately 70% of those are enacted within a marriage or close relationship.

Violence against women is a problem that receives negative attention from society. In too many cases it is hidden. Women are frightened to speak about it for fear of being stigmatised. From this perspective violence against women is a double-edged sword, the shame of being abused and the shame of the social stigma. Women feel blamed for their circumstances, both from their abuser and from society. Speaking out against the perpetrator means pressing criminal charges that are certain to complicate the relationship, making the instance of violence even more confusing and frightening.

For all women, speaking up publicly about violence is difficult. For women of foreign origin, the difficulties are insurmountable. They face the double disadvantage of being both female and foreign. The blame and stigma are exacerbated by other barriers such as immigration status and cultural differences. All too often women of foreign origin don‘t report violence because of a fear of the authorities, language barriers, threats that they will lose custody of their children, or fear of being forced to leave the country, as well as the shame of having been abused and the attached stigma.

It is difficult to understand the extent of gender-based violence in society because so many instances go unreported. Many women try to continue with their lives not making much of the abuse because it is too difficult to do anything about it. The #Metoo movement in Iceland uncovered an unexpected level of violence against women that caused nationals to take pause and acknowledge the seriousness of the problem and what it meant for a country that takes pride in being a paragon of gender equality.

The human rights office in Iceland is currently holding 16 days of activism and awareness against gender-based violence. Women experience violence no matter what area of society they are in and no matter which country in the world. No society in the world will achieve gender equality without examining their social and legal systems and attitudes towards gender-based violence. In the Global Gender Gap Index Iceland has achieved a high amount of gender equality in areas such as opportunities for employment, education, health, and political participation. Gender-based violence is not one of the items that is measured.

The Women’s Organisation of Multicultural Ethnicity Network in Iceland (W.O.M.E.N.) acknowledges the need for more awareness and activism against gender-based violence. We recognise this as a serious and complex issue that will take systemic change to address, and that gender equality cannot be realistically attained until gender-based violence is eradicated.

Margaret Anne Johnson is an upper secondary school teacher, a PhD candidate in Gender Studies with the University of Iceland, and a deputy member of the board for W.O.M.E.N. in Iceland.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.