Tækifæri ferðaþjónustu í hálendisþjóðgarði Edward H. Huijbens skrifar 9. desember 2020 14:31 Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun