Útgöngubann – aldrei án aðkomu Alþingis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2020 18:30 Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum. Þótt margt sé skrýtið á Alþingi, líkt og á öðrum vinnustöðum, segi ég honum að mér finnist þingmenn allra flokka, sem starfsfólk leggi sig fram. Þingmenn séu að vanda sig, svona oftast nær þótt það þýði ekki endilega að allt sé í lagi. Þessi maður sagðist lítið erindi hafa annað en að árétta tortryggni sína þegar kæmi að útgöngubanninu, sem ríkisstjórnin hefði boðað að gera að lögum. Eins og það væri verið að smygla inn einhverju skrýtnu á þessum tímum. Að því búnu kvaddi hann vinsamlega og ég kláraði kaupin. Þetta er ekki eini einstaklingurinn sem rætt hefur við mig um tillögu ríkisstjórnar um að setja heimildaákvæði um útgöngubann en áhyggjurnar eru eðlilegar. Og á að taka alvarlega. Sjálf sé ég ekki knýjandi þörf á að setja svona íþyngjandi ákvæði í lög þegar meira en þokkalega hefur gengið að berjast við veiruna, með þeim tólum og tækjum sem nú eru í gildandi lögum. Almenningur hefur staðið sig vel í stórum dráttum samkvæmt núgildandi lögum undir forystu sóttvarnaryfirvalda. En þar fyrir utan þá þarfnast svona afdrifaríkt og þungbært úrræði yfirvegunar og gaumgæfilegrar skoðunar. Því þetta er meiriháttar inngrip. Það er sjálfsagt að ræða þetta en að setja slíkt ákvæði í miðjum faraldri er kannski ekki besti tíminn þegar varnarmúr persónufrelsis er hvað veikastur fyrir. Mér hefur þótt það sérstakt að frumvarp ríkisstjórnarinnar sem inniheldur útgöngubann og er nýlunda í íslenskri stjórnsýslu, hafi farið nokkuð óáreitt í gegnum stjórnarflokkanna. Þrátt fyrir alla frelsispostulanna. Það er mitt mat að þessari tillögu þarf að breyta. Ef sérfræðingar telja slíkt ákvæði um útgöngubann nauðsynlegt í lögum, ákvæði sem er stórkostlegt inngrip inn í einstaklingsfrelsið, þá verður að tryggja að því verði aldrei beitt án aðkomu Alþingis. Aldrei. Löggjafarþingið hefur sýnt að þegar miklir hagsmunir eru undir er það fljótt til. Nægir að benda á neyðarlögin í því efni. Engin ástæða er að gera annað en miklar kröfur til stjórnvalda ef beita á útgöngubanni. Annað væri ógn við samfélagsgerðina, lýðræði okkar og frelsi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég skaust með grímuna út í Fjarðarkaup um daginn. Einu sinni sem oftar. Þegar ég kem að kjötborðinu stoppar maður mig með glaðsinna augu og grímuna á sínum stað og spyr hvernig það sé að vera á þingi á þessum tímum. Þótt margt sé skrýtið á Alþingi, líkt og á öðrum vinnustöðum, segi ég honum að mér finnist þingmenn allra flokka, sem starfsfólk leggi sig fram. Þingmenn séu að vanda sig, svona oftast nær þótt það þýði ekki endilega að allt sé í lagi. Þessi maður sagðist lítið erindi hafa annað en að árétta tortryggni sína þegar kæmi að útgöngubanninu, sem ríkisstjórnin hefði boðað að gera að lögum. Eins og það væri verið að smygla inn einhverju skrýtnu á þessum tímum. Að því búnu kvaddi hann vinsamlega og ég kláraði kaupin. Þetta er ekki eini einstaklingurinn sem rætt hefur við mig um tillögu ríkisstjórnar um að setja heimildaákvæði um útgöngubann en áhyggjurnar eru eðlilegar. Og á að taka alvarlega. Sjálf sé ég ekki knýjandi þörf á að setja svona íþyngjandi ákvæði í lög þegar meira en þokkalega hefur gengið að berjast við veiruna, með þeim tólum og tækjum sem nú eru í gildandi lögum. Almenningur hefur staðið sig vel í stórum dráttum samkvæmt núgildandi lögum undir forystu sóttvarnaryfirvalda. En þar fyrir utan þá þarfnast svona afdrifaríkt og þungbært úrræði yfirvegunar og gaumgæfilegrar skoðunar. Því þetta er meiriháttar inngrip. Það er sjálfsagt að ræða þetta en að setja slíkt ákvæði í miðjum faraldri er kannski ekki besti tíminn þegar varnarmúr persónufrelsis er hvað veikastur fyrir. Mér hefur þótt það sérstakt að frumvarp ríkisstjórnarinnar sem inniheldur útgöngubann og er nýlunda í íslenskri stjórnsýslu, hafi farið nokkuð óáreitt í gegnum stjórnarflokkanna. Þrátt fyrir alla frelsispostulanna. Það er mitt mat að þessari tillögu þarf að breyta. Ef sérfræðingar telja slíkt ákvæði um útgöngubann nauðsynlegt í lögum, ákvæði sem er stórkostlegt inngrip inn í einstaklingsfrelsið, þá verður að tryggja að því verði aldrei beitt án aðkomu Alþingis. Aldrei. Löggjafarþingið hefur sýnt að þegar miklir hagsmunir eru undir er það fljótt til. Nægir að benda á neyðarlögin í því efni. Engin ástæða er að gera annað en miklar kröfur til stjórnvalda ef beita á útgöngubanni. Annað væri ógn við samfélagsgerðina, lýðræði okkar og frelsi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun