Hálendisþjóðgarður þarfnast samþykkis sveitarstjórna Friðrik Már Sigurðsson skrifar 7. desember 2020 07:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði. Þessari grein er ekki ætlað að gagnrýna markmið eða efnistök laganna, heldur að gera grein fyrir því að hugmyndir um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema með samþykki sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem tillaga að mörkum þjóðgarðs tekur til. Ríkir óstjórn á hálendi Íslands? Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar í grein sinni á vef félagsins að Hálendisþjóðgarður jafnist á við nýja landhelgi. Þar vísar hann í skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem tengir stofnun þjóðgarðs á hálendinu við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Með þessu tengja þeir útfærslu fullveldisréttar Íslands á landhelgi og efnahagslögsögu við mögulega stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að það ríkir engin óvissa um stjórn svæða á hálendi Íslands. Samkvæmt lögum skiptist landið í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Sveitarfélögin hafa ákveðin staðarmörk, þar með taldar eru þær þjóðlendur sem innan þeirra liggja. Um stjórn innan þessarra marka fara sveitarstjórnir sem kjörnar eru í lýðræðislegri kosningu af íbúum þeirra. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874. Þau eru handhafar framkvæmdavaldsins, fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sjálfstjórn sveitarfélaga verði virt Samkvæmt náttúruverndarlögum hefur umhverfis- og auðlindaráðherra heimild til að leggja fram frumvarp til friðlýsingar svæða og gera þau að þjóðgarði. Samkvæmt lögunum skulu ákvarðanir ráðherra um friðlýsingar byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Ráðherra er þó heimilt að ákveða friðlýsingu utan áætlunar með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Friðlýsing miðhálendisins sem svæðis er ekki að finna í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar má þar finna stök svæði sem liggja innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, en stór svæði innan fyrirhugaðra marka eru ekki á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Af þessu leiðir að einn heildstæður þjóðgarður á miðhálendinu getur því ekki raungerst nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Engar bókanir um slíkt samþykki má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Framkomið frumvarp tekur þannig ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Í samræmi við stjórnarsáttmála? Í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs voru sveitarfélög á svæðinu virkir þátttakendur. Árið 2004 undirrituðu fulltrúar sveitarstjórna og þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, viljayfirlýsingu um stækkun þjóðgarðs í nágrenni Vatnajökuls. Þessi viljayfirlýsing lagði grunninn að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og við þekkjum hann í dag. Núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki unnið á þessum grunni og hefur ekki undirritað viljayfirlýsingu með fulltrúum sveitarstjórna um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Engar bókanir um slíkt má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.” Þessi fyrirætlan felur þannig í sér stofnun þjóðgarðs í sátt við sveitarfélögin. Mikilvægi samráðs og sáttar er einnig tilgreint sérstaklega í áformum um lagasetninguna sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögnum sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Fljótsdalshrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra auk annarra sveitarfélaga, er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarpsins og ganga þau jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sú sátt sem tilgreind er í stjórnarsáttmálanum er því bersýnilega ekki til staðar. Af því leiðir að fyrirliggjandi frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki í samræmi við inntak stjórnarsáttmálans. Það þarf samþykki til Til að frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra nái fram að ganga er nauðsynlegt að taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaganna til sjálfstjórnar. Hvað varðar mörk fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu þá verður samþykki sveitarstjórna að liggja fyrir ef um er að ræða landsvæði sem eru utan framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár. Lagasetning um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands getur því ekki raungerst nema slíkt samþykki liggi fyrir. Þær áhyggjur sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir í umsögnum sínum við frumvarpið beinast að einmitt þessu og eiga því við rök að styðjast. Af þessu leiðir að Alþingi getur ekki samþykkt frumvarpið í þeirri mynd sem það er í dag, slíkt myndi ekki taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra að stíga skref til baka og leita eftir samþykki sveitarstjórna vegna stofnunar Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði. Þessari grein er ekki ætlað að gagnrýna markmið eða efnistök laganna, heldur að gera grein fyrir því að hugmyndir um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema með samþykki sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem tillaga að mörkum þjóðgarðs tekur til. Ríkir óstjórn á hálendi Íslands? Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar í grein sinni á vef félagsins að Hálendisþjóðgarður jafnist á við nýja landhelgi. Þar vísar hann í skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem tengir stofnun þjóðgarðs á hálendinu við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Með þessu tengja þeir útfærslu fullveldisréttar Íslands á landhelgi og efnahagslögsögu við mögulega stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að það ríkir engin óvissa um stjórn svæða á hálendi Íslands. Samkvæmt lögum skiptist landið í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Sveitarfélögin hafa ákveðin staðarmörk, þar með taldar eru þær þjóðlendur sem innan þeirra liggja. Um stjórn innan þessarra marka fara sveitarstjórnir sem kjörnar eru í lýðræðislegri kosningu af íbúum þeirra. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874. Þau eru handhafar framkvæmdavaldsins, fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sjálfstjórn sveitarfélaga verði virt Samkvæmt náttúruverndarlögum hefur umhverfis- og auðlindaráðherra heimild til að leggja fram frumvarp til friðlýsingar svæða og gera þau að þjóðgarði. Samkvæmt lögunum skulu ákvarðanir ráðherra um friðlýsingar byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Ráðherra er þó heimilt að ákveða friðlýsingu utan áætlunar með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Friðlýsing miðhálendisins sem svæðis er ekki að finna í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar má þar finna stök svæði sem liggja innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, en stór svæði innan fyrirhugaðra marka eru ekki á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Af þessu leiðir að einn heildstæður þjóðgarður á miðhálendinu getur því ekki raungerst nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Engar bókanir um slíkt samþykki má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Framkomið frumvarp tekur þannig ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Í samræmi við stjórnarsáttmála? Í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs voru sveitarfélög á svæðinu virkir þátttakendur. Árið 2004 undirrituðu fulltrúar sveitarstjórna og þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, viljayfirlýsingu um stækkun þjóðgarðs í nágrenni Vatnajökuls. Þessi viljayfirlýsing lagði grunninn að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og við þekkjum hann í dag. Núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki unnið á þessum grunni og hefur ekki undirritað viljayfirlýsingu með fulltrúum sveitarstjórna um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Engar bókanir um slíkt má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.” Þessi fyrirætlan felur þannig í sér stofnun þjóðgarðs í sátt við sveitarfélögin. Mikilvægi samráðs og sáttar er einnig tilgreint sérstaklega í áformum um lagasetninguna sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögnum sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Fljótsdalshrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra auk annarra sveitarfélaga, er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarpsins og ganga þau jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sú sátt sem tilgreind er í stjórnarsáttmálanum er því bersýnilega ekki til staðar. Af því leiðir að fyrirliggjandi frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki í samræmi við inntak stjórnarsáttmálans. Það þarf samþykki til Til að frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra nái fram að ganga er nauðsynlegt að taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaganna til sjálfstjórnar. Hvað varðar mörk fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu þá verður samþykki sveitarstjórna að liggja fyrir ef um er að ræða landsvæði sem eru utan framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár. Lagasetning um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands getur því ekki raungerst nema slíkt samþykki liggi fyrir. Þær áhyggjur sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir í umsögnum sínum við frumvarpið beinast að einmitt þessu og eiga því við rök að styðjast. Af þessu leiðir að Alþingi getur ekki samþykkt frumvarpið í þeirri mynd sem það er í dag, slíkt myndi ekki taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra að stíga skref til baka og leita eftir samþykki sveitarstjórna vegna stofnunar Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun