Körfubolti

Kári aftur til Spánar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kári Jónsson var um tíma samningsbundinn spænska stórveldinu Barcelona.
Kári Jónsson var um tíma samningsbundinn spænska stórveldinu Barcelona. Vísir/Daníel

Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson er búinn að semja við spænska B-deildarliðið Girona.

Greint var frá því í gær að Kári hefði rift samningi sínum við Hauka í kjölfar þess að hafa fengið tilboð um að spila á meginlandi Evrópu.

Tilboðið sem um ræðir er frá spænska B-deildarliðinu Girona og hefur Kári skrifað undir samning við félagið. Girona hefur farið illa af stað á tímabilinu og aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum.

Forseti félagsins er NBA stjarnan Marc Gasol.

Kári, sem er 23 ára, hefur leikið með Haukum allan sinn feril ef frá er talið tímabilið 2016-17, þegar hann lék með Draxel háskólanum í Bandaríkjunum, og tímabilið 2018-19 þegar hann var hjá Barcelona.

Kári lék báða leiki íslenska landsliðsins í forkeppni heimsmeistaramótsins í síðasta mánuði. Hann hefur leikið með landsliðinu síðan 2017.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.