Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Bryndís Baldvinsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir og Sóley Gyða Jörundsdóttir skrifa 4. desember 2020 13:00 Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar