Handbolti

Noregur byrjar á stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir Hergeirsson hefur verið afar sigursæll sem þjálfari Noregs og stefnir sjálfsagt á verðlaun á EM í desember.
Þórir Hergeirsson hefur verið afar sigursæll sem þjálfari Noregs og stefnir sjálfsagt á verðlaun á EM í desember. Getty/Oliver Hardt

Fyrsti leikdagur á EM í handbolta fór fram í dag en leikið er í Danmörku.

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirsonar, byrjar af miklum krafti en Noregur rúllaði yfir Pólland í fyrstu umferð D-riðilsins í dag, 35-22.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó að þær norsku hafi verið ívið sterkari aðilinn. Þær leiddu 17-13 í hálfleik og rúlluðu svo yfir þær pólsku í síðari hálfleik. Munurinn að endingu þrettán mörk.

Nora Mørk åtti frábæran leik fyrir Noreg. Hún skoraði sex mörk úr sjö skotum en Henny Reistad skoraði einnig sex mörk. Malin Aune og Camilla Herrem skoruðu fimm mörk hvor.

Noregur Þýskalandi á laugardaginn og svo loks Rúmeníu á mánudaginn.

Í sama riðli unnu Þjóðverjar þriggja marka sigur á Rúmeníu, 22-19. Svíþjóð vann svo 27-24 sigur á Tékklandi í B-riðlinum og Rússland rúllaði yfir Spán, 31-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.