Risaskipti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 12:31 Russell Westbrook og John Wall í leik á móti hverjum öðrum en Westbrook mætti Wall aldrei sem leikmaður Houston Rockets. Getty/Torrey Purvey Stjörnuleikmennirnir Russell Westbrook og John Wall eru komnir í ný félög í NBA-deildinni í körfubolta eftir athyglisverð leikmannaskipti í gær. Washington Wizards og Houston Rockets hafa ákveðið að skipta á tveimur af sínum stærstu stjörnum en skiptin hafa verið að malla á bak tjöldin undanfarnar vikur. Washington Wizards sendir John Wall og varðan valrétt í nýliðavalinu 2023 til Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Russell Westbrook náði þar með aðeins einu tímabili með Houston Rockets en hann kom til liðsins frá Oklahoma City Thunder í öðrum risaskiptum í júlí í fyrra. Viðræður voru í gangi í síðasta mánuði en ekkert hafði gerst síðan um miðjan nóvember. Allt fór hins vegar skyndilega á flug í gær og framkvæmdastjórarnir gengu frá skiptunum á nokkrum klukkutímum. BREAKING: The Houston Rockets have traded Russell Westbrook for John Wall and a first round pick!Posted by Basketball Forever on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Báðir leikmennirnir vildu líka komast í burtu frá sínum liðum. Russell Westbrook var ekki sáttur eftir eitt ár hjá Houston Rockets og John Wall hefur lítið sem ekkert spilað með Washington Wizards í tvö ár vegna meiðsla. Westbrook var með 27,2 stig, 7,9 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á eina tímabilinu sínu með Houston Rockets en það var fyrsta tímabilið hans frá 2015-16 þar sem hann var ekki mðe þrennu að meðaltali í leik. John Wall missti af öllu síðasta tímabili og spilaði bara samtals 73 leiki á tveimur tímabilum þar á undan. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2017 sem skilaði honum 170 milljónum dollurum. Þann samning fékk Wall eftir tímabil með 23,1 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Síðan þá hefur ferill Wall verið á hraðri niðurleið og nánast líflaus eftir að hann sleit hásin þegar hann datt heima hjá sér í febrúar 2019. John Wall er enn bara þrítugur og reynir nú að endurvekja feril sinn hjá Houston Rockets. ESPN story on the Russell Westbrook-John Wall trade: https://t.co/oiMEO0yvFw— Adrian Wojnarowski (@wojespn) December 3, 2020 NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Washington Wizards og Houston Rockets hafa ákveðið að skipta á tveimur af sínum stærstu stjörnum en skiptin hafa verið að malla á bak tjöldin undanfarnar vikur. Washington Wizards sendir John Wall og varðan valrétt í nýliðavalinu 2023 til Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Russell Westbrook náði þar með aðeins einu tímabili með Houston Rockets en hann kom til liðsins frá Oklahoma City Thunder í öðrum risaskiptum í júlí í fyrra. Viðræður voru í gangi í síðasta mánuði en ekkert hafði gerst síðan um miðjan nóvember. Allt fór hins vegar skyndilega á flug í gær og framkvæmdastjórarnir gengu frá skiptunum á nokkrum klukkutímum. BREAKING: The Houston Rockets have traded Russell Westbrook for John Wall and a first round pick!Posted by Basketball Forever on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Báðir leikmennirnir vildu líka komast í burtu frá sínum liðum. Russell Westbrook var ekki sáttur eftir eitt ár hjá Houston Rockets og John Wall hefur lítið sem ekkert spilað með Washington Wizards í tvö ár vegna meiðsla. Westbrook var með 27,2 stig, 7,9 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á eina tímabilinu sínu með Houston Rockets en það var fyrsta tímabilið hans frá 2015-16 þar sem hann var ekki mðe þrennu að meðaltali í leik. John Wall missti af öllu síðasta tímabili og spilaði bara samtals 73 leiki á tveimur tímabilum þar á undan. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2017 sem skilaði honum 170 milljónum dollurum. Þann samning fékk Wall eftir tímabil með 23,1 stig og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Síðan þá hefur ferill Wall verið á hraðri niðurleið og nánast líflaus eftir að hann sleit hásin þegar hann datt heima hjá sér í febrúar 2019. John Wall er enn bara þrítugur og reynir nú að endurvekja feril sinn hjá Houston Rockets. ESPN story on the Russell Westbrook-John Wall trade: https://t.co/oiMEO0yvFw— Adrian Wojnarowski (@wojespn) December 3, 2020
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins