Körfubolti

Rifjuðu upp gamlan KFÍ-leik þar sem sextán ára Siggi Þorsteins lét til sín taka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn KFÍ gera sig tilbúna fyrir leikinn gegn Fjölni 2004.
Leikmenn KFÍ gera sig tilbúna fyrir leikinn gegn Fjölni 2004. stöð 2 sport

Blómaskeið körfuboltans á Vestfjörðum var í kringum aldamótin þegar KFÍ tefldi fram sterku liði sem komst m.a. í bikarúrslit 1998.

Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn var sýnt skemmtilegt innslag sem Þorsteinn Gunnarsson gerði um KFÍ í upphafi tímabilsins 2004-05.

KFÍ tók þá á móti nýliðum Fjölnis sem var þá undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, eins af sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds og þjálfara íslenska kvennalandsliðsins, í 2. umferð Intersport-deildarinnar. KFÍ bauð öllum Ísfirðingum á leikinn.

Í liði KFÍ í þessum leik var m.a. miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson, þá aðeins sextán ára. Hann skoraði sex stig og tók níu fráköst. Stigahæstur í liði KFÍ var Joshua Helm með 35 stig. Hann tók einnig sautján fráköst.

Darrel Flake skoraði 28 stig og tók átján fráköst fyrir Fjölni sem vann leikinn, 83-104. Jeb Ivey skoraði 24 stig og Nemanja Sovic 21. Allir þessir leikmenn léku lengi á Íslandi.

KFÍ vann aðeins tvo af 22 deildarleikjum sínum þetta tímabil og féll í 1. deild. KFÍ leikur núna undir merkjum Vestra.

Innslagið og umræður þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Hermanns Haukssonar og Teits Örlygsson um KFÍ má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Innslag um KFÍFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.