Handbolti

Viggó heldur uppteknum hætti: Skoraði tíu mörk og var markahæstur á vellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viggó í leik gegn Rhein Neckar Löwen fyrr á leiktíðinni.
Viggó í leik gegn Rhein Neckar Löwen fyrr á leiktíðinni. Marco Wolf/Getty

Viggó Kristjánsson heldur áfram að leika á alls oddi í þýska handboltanum. Hann var markahæsti maður vallarins er Stuttgart tapaði fyrir Flensburg á útivelli í dag, 34-30.

Viggó hóf skothríðina í fyrri hálfleik en hann skoraði átta mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik. Staðan var 18-17 Stuttgart í vil í hálfleik.

Viggó bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik en því miður fyrir Viggó og félaga dugði það ekki til því Flensburg hafði að lokum betur, 34-30.

Stuttgart er í 4. sæti deildarinnar en með sigrinum skaust Flensburg upp í þriðja sætið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.