Matur

Piparkökukaka Evu Laufeyjar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Piparkökukakan góða
Piparkökukakan góða Eva Laufey Kjaran

Piparkökubollakökur Evu Laufeyjar Kjaran eru alltaf vinsælar. Fyrir þessa fallegu jólaköku tvöfaldaði Eva Laufey þá uppskrift og gerði fallega piparkökuköku. Því er uppskriftin frekar stór þar sem hún vildi ná þremur þykkum botnum.

Hráefni í kökuna

  • 500 g sykur
  • 280 g smjör, við stofuhita
  • 6 egg við stofuhita
  • 500 g hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 4 dl rjómi
  • 4 tsk vanilludropar
  • 2,5 tsk kanill
  • 1 tsk malaður negull
  • 1 tsk hvítur pipar
  • 1 tsk engifer krydd

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180°C.
  2. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli.
  3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk.
  4. Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur.
  5. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem.
Eva Laufey

Karamellukrem

  • 500 g smjör, við stofuhita
  • 800 – 900 g flórsykur
  • 1,5 – 2 dl söltuð karamellusósa
  • Piparkökumulningur
  • Rósmarín greinar
  • Piparkökur
  • Flórsykur (sem snjór)
  • Fersk ber að eigin vali til dæmis hindber.

Aðferð:

  1. Þeytið smjör og flórsykur saman í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið kremið því betri áferð verður á því.
  2. Bætið karamellusósu út í og þeytið áfram þar til kremið er silkimjúkt.
  3. Smyrjið smá karamellusósu á milli botnanna og svo fer karamellukremið. Fyrsta umferðin má vera svolítið gróf og svo er kakan kæld í klukkustund síðan fer næsta umferð af kremi yfir alla kökuna.
  4. Skreytið kökuna gjarnan með rósmarín greinum, piparkökumulningi, piparkökum og svolítið af flórsykri.

Söltuð karamellusósa

  • 150 g sykur
  • 4 msk smjör
  • 1 dl rjómi
  • Sjávarsalt á hnífsoddi

Aðferð:

  • Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað.
  • Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum.
  • Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín.
  • Í lokin bætið þið saltinu saman við.
  • Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið bætið henni saman við kremið.
Eva Laufey er dugleg að baka bragðgóðar og fallegar kökur yfir hátíðirnar. Hún heldur úti Instagram síðu og uppskriftarbloggi.Eva Laufey

Aðferðina og fullt af fleiri girnilegum uppskriftum og hugmyndum má finna á Instagram síðu Evu Laufeyjar.  


Tengdar fréttir

Ein af þessum týpum sem heldur að hún geti allt

Matarbloggarinn Berglind Hreiðarsdóttir sendi frá sér bókina Saumaklúbburinn fyrir jólin og má þar finna bæði uppskriftir frá henni og tíu bestu vinkonum hennar líka. Berglind kom sjálfri sér á óvart og sá sjálf um umbrot, hönnun og útgáfu.

Snúðar með rjómaostakremi og oreo mulningi

„Það er alltaf hægt að færa rök fyrir góðum kanilsnúðum, sérstaklega í þessu veðri,“ segir matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran. Þessi uppskrift gefur 12 til 14 snúða en auðvelt er að tvöfalda hana.

Apabrauð Evu Laufeyjar

Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran sýndi þessa sniðugu uppskrift af apabrauði eða Monkey Bread á Instagram. Það þarf að leyfa deiginu að hefast í klukkustund svo gott er að gefa sér góðan tíma í þennan bakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×