Körfubolti

Seth Curry mun spila fyrir tengdapabba sinn í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Seth Curry er svakaleg þriggja stiga skytta og hefur hitt úr meira en 44 prósent þriggja stiga skota sinn á NBA ferlinum.
Seth Curry er svakaleg þriggja stiga skytta og hefur hitt úr meira en 44 prósent þriggja stiga skota sinn á NBA ferlinum. Getty/ Michael Reaves

Seth Curry var skipt í gær frá Dallas Mavericks til Philadelphia 76ers í NBA deildinni í körfubolta.

Bandaríski skotbakvörðurinn Seth Curry er kominn í nýtt lið eftir að Dallas Mavericks ákvað að skipta honum til Philadelphia 76ers í nótt fyrir Josh Richardson og 36. valrétt í nýliðavalinu.

Seth Curry mun þar með spila fyrir tengdapabba sinn því Doc Rivers er nýtekinn við liði Philadelphia 76ers. Curry er gifur dóttur hans Callie Rivers, sem er atvinnumaður í blaki.

Seth Curry er 30 ára og yngri bróðir Stephen Curry. Það tók Seth mun lengri tíma að fóta sig í NBA deildinni en bróður sinn og hefur Seth Curry spilað með mörgum liðum í deildinni.

Seth Curry skoraði 12,4 stig í leik með Dallas Mavericks á síðasta tímabili sem var hans fyrsta af fjögurra ára samningi sem mun færa honum 32 milljón dollara.

Seth Curry er ekki mikið síðri þriggja stiga skytta en bróðir sinn en hann er með 44,3 prósent þriggja stiga skotnýting á NBA-ferlinum sem er sú næstbesta á eftir Steve Kerr, núverandi þjálfara Golden State Warriors. Seth er tveimur sætum fyrir ofan eldri bróður sinn.

Seth Curry er ætlað að koma með þriggja stiga ógn við hlið þeirra Joel Embiid og Ben Simmons sem eru frábærir leikmenn en skjóta ekki mikið af þriggja stiga skotum. Miðherjinn Embiid tekur þó fleiri en Simmons sem forðast það að skjóta langskotum.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.