OECD rassskellir Isavia Þórir Garðarsson skrifar 18. nóvember 2020 11:00 Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun