Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 13:31 Arnar Guðjónsson að stýra Stjörnumönnum í bikarúrslitaleiknum á síðustu leiktíð. Vísir/Daníel Þór Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. Arnar Guðjónsson stýrði Stjörnunni í fyrsta og eina leiknum í Domino´s deildinni 2. október síðastliðinn eða fyrir 45 dögum síðan. Arnar hefur verið í smá Twitter herferð á síðustu dögum þar sem hann vekur athygli á því hversu mörg lönd í Evrópu leyfa körfubolta á meðan allt er í frosti hér heima á Íslandi. „Laugardagur til lukku hjá meistaraflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær,“ skrifaði Arnar og daginn áður endaði hann upptalingu á þeim löndum sem spiluðu meistaraflokksleiki í körfubolta kvöldið áður með: „Meðan borum við í nefið.“ Í október átti hann líka færsluna „Peð á taflborði Svandísar & Þórólfs.“ Arnar er eins og fleiri íslenskir þjálfarar orðnir mjög pirraður á því að bíða eftir að því að fá að fara aftur af stað. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. 1. desember þá verður lið Arnars ekki búið að spila leik í sextíu daga og það er ljóst að ef verður létt á reglunum 1. desember þegar kemur að íþróttakappleikjum þá þurfa liðin að minnsta kosti tvær vikur til æfinga áður en þau spila aftur leiki á Íslandsmótinu. Arnar Guðjónsson er á sínu þriðja tímabili með Stjörnuliðið. Liðið hefur unnið bikarmeistaratitilinn á báðum tímabilunum og í bæði skiptin orðið deildarmeistari. Íslandsbikarinn hefur aftur á móti aldrei komið í Garðabæinn og frábært lið Arnars fékk ekki einu sinni að keppa um hann í fyrra eftir að úrslitakeppninni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Twitter færslur Arnars á síðustu dögum. þessi lönd spiluðu öll meistaraflokks leiki í körfubolta í gær + eurocup, euroleague + ECW + ABA2 + BIBL + Latvia/estonia league.Meðan borum við í nefið.#korfubolti #handbolti #fótbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 14, 2020 Laugardagur til lukku hjá meistarflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær. #korfubolti #handbolti #fótbolti #ÍSÍ #UMFÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 15, 2020 Vill einhver aðstoða @gaupinn að berjast gegn þessari endaleysu. Af stað með afreksíþróttir. @hjorvarhaflida fyrst fótboltinn er off, ertu til í að vera með okkur í liði. Einu tveir sem segja eitthvað!!!! #korfubolti #handbolti #fotbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 13, 2020 Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. Arnar Guðjónsson stýrði Stjörnunni í fyrsta og eina leiknum í Domino´s deildinni 2. október síðastliðinn eða fyrir 45 dögum síðan. Arnar hefur verið í smá Twitter herferð á síðustu dögum þar sem hann vekur athygli á því hversu mörg lönd í Evrópu leyfa körfubolta á meðan allt er í frosti hér heima á Íslandi. „Laugardagur til lukku hjá meistaraflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær,“ skrifaði Arnar og daginn áður endaði hann upptalingu á þeim löndum sem spiluðu meistaraflokksleiki í körfubolta kvöldið áður með: „Meðan borum við í nefið.“ Í október átti hann líka færsluna „Peð á taflborði Svandísar & Þórólfs.“ Arnar er eins og fleiri íslenskir þjálfarar orðnir mjög pirraður á því að bíða eftir að því að fá að fara aftur af stað. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. 1. desember þá verður lið Arnars ekki búið að spila leik í sextíu daga og það er ljóst að ef verður létt á reglunum 1. desember þegar kemur að íþróttakappleikjum þá þurfa liðin að minnsta kosti tvær vikur til æfinga áður en þau spila aftur leiki á Íslandsmótinu. Arnar Guðjónsson er á sínu þriðja tímabili með Stjörnuliðið. Liðið hefur unnið bikarmeistaratitilinn á báðum tímabilunum og í bæði skiptin orðið deildarmeistari. Íslandsbikarinn hefur aftur á móti aldrei komið í Garðabæinn og frábært lið Arnars fékk ekki einu sinni að keppa um hann í fyrra eftir að úrslitakeppninni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Twitter færslur Arnars á síðustu dögum. þessi lönd spiluðu öll meistaraflokks leiki í körfubolta í gær + eurocup, euroleague + ECW + ABA2 + BIBL + Latvia/estonia league.Meðan borum við í nefið.#korfubolti #handbolti #fótbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 14, 2020 Laugardagur til lukku hjá meistarflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær. #korfubolti #handbolti #fótbolti #ÍSÍ #UMFÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 15, 2020 Vill einhver aðstoða @gaupinn að berjast gegn þessari endaleysu. Af stað með afreksíþróttir. @hjorvarhaflida fyrst fótboltinn er off, ertu til í að vera með okkur í liði. Einu tveir sem segja eitthvað!!!! #korfubolti #handbolti #fotbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 13, 2020
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira