Golf

Útsending frá Masters hefst snemma í dag

Sindri Sverrisson skrifar
Tiger Woods átti fínan fyrsta hring í gær á Augusta vellinum. Hér slær hann upp úr sandgryfju.
Tiger Woods átti fínan fyrsta hring í gær á Augusta vellinum. Hér slær hann upp úr sandgryfju. Getty/Jamie Squire

Þeir 44 kylfingar sem ekki náðu að klára fyrsta hring á Masters mótinu í golfi í gær, vegna þrumuveðurs og myrkurs, hefja annan keppnisdag á að ljúka hringnum.

Mótið er sýnt á Stöð 2 Golf og hefst bein útsending fyrr en ella eða kl. 12.30 í dag, sem og á morgun.

Mótið fer vanalega fram í apríl en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Því er styttri tími í boði til að spila í birtu, og kylfingar ræstir út bæði á 1. og 10. teig. Þrumuveðrið í gær setti svo frekara strik í reikninginn.

Englendingurinn Paul Casey er einn af þeim sem náðu að klára fyrsta hring í gær og er hann efstur á -7 höggum, tveimur höggum á undan þeim Webb Simpson, Xander Schauffele og Justin Thomas en Thomas á enn eftir að leika átta holur á fyrsta hringnum.

Ríkjandi meistari, Tiger Woods, lauk fyrsta hringnum á -4 höggum. Hann byrjar annan hring kl. 17 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×