Frístundakortið áfram greiðsla fyrir frístundaheimili Kolbrún Baldursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun