Grænlendingar gramir vegna ákvörðunar IHF: „Finn til í handboltahjartanu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Úr leik með grænska landsliðinu. getty/Gabriel Rossi Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30. HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30.
HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira