Grænlendingar gramir vegna ákvörðunar IHF: „Finn til í handboltahjartanu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Úr leik með grænska landsliðinu. getty/Gabriel Rossi Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30. HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Grænlendingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að úthluta Bandaríkjamönnum sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Vegna kórónuveirufaraldursins var ekki hægt að leika undankeppni HM í Norður-Ameríku og Karabíahafinu. IHF ákváð að úthluta Bandaríkjunum lausa sætinu á HM en ekki Grænlandi, Kanada eða Púertó Ríkó. Bandaríkjamenn verða í riðli með Norðmönnum, Frökkum og Austurríkismönnum á HM. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem Bandaríkin verða með á HM í handbolta. Þá tapaði bandaríska liðið öllum fimm leikjum sínum með samtals 105 marka mun. Bandaríkin töpuðu m.a. með átta mörkum fyrir Grænlandi. Grænlendingar eru sárir og svekktir að þeir hafi ekki fengið sæti á HM og segja engan vafa leika á því að þeir séu betri í handbolta en Bandaríkjamenn. „Ég er mjög vonsvikinn. Það er ekki sanngjarnt að þeir fái þessa gjöf. Ég finn til í handboltahjartanu að svona frábært tækifæri hafi verið tekið af okkur án þess að við getum gert nokkuð í því,“ sagði Minik Dahl Høegh, leikmaður grænlenska landsliðsins, við TV 2 í Danmörku. Hann segir að ákvörðun IHF hafi minnst með getu liðanna inni á handboltavellinum að gera. „Mér finnst þetta ósanngjarnt því við höfum verið betri en Bandaríkjamenn um langa hríð. Við höfum ekki verið nálægt því að tapa fyrir þeim í 20 ár. Ég skil að þessi ákvörðun sé tekin út frá markaðslegu sjónarmiði en þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Høegh. IHF réttlætir ákvörðun sína m.a. með því að Bandaríkin hafi náð bestum árangri á Pan American leikunum af þeim liðum sem gerðu kröfu til sætis á HM. Sá hængur var þó á að Grænland tók ekki þátt og hefur aldrei tekið þátt á leikunum. Þá er vonast til að þátttaka Bandaríkjanna á HM hjálpi til við að auka áhugann á íþróttinni þar í landi, ekki síst vegna Ólympíuleikanna 2028 sem fara fram í Los Angeles. Samkvæmt frétt TV 2 ætla Grænlendingar að kæra ákvörðunina að úthluta Bandaríkjunum HM-sætinu til handknattleikssambands Norður-Ameríku og Karabíska hafsins og IHF. Grænland tók síðast þátt á HM í Þýskalandi 2007 þar sem liðið endaði í 22. sæti af 24 keppnisþjóðum. Grænlendingar hafa einu sinni mætt Íslendingum á HM. Það var í Portúgal fyrir sautján árum þar sem Ísland vann leik liðanna, 17-30.
HM 2021 í handbolta Grænland Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira