Handbolti

Ljónin á toppnum eftir sigur í Ís­lendinga­slag og lands­liðs­þjálfarinn að gera góða hluti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur er að gera fína hluti með Melsungen.
Guðmundur er að gera fína hluti með Melsungen. Jan Christensen / FrontzoneSport

Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ljónin unnu 36-27 sigur á Balingen í Íslendingaslag í dag.

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen en Oddur Grétarsson skoraði fimm mörk fyrir Balingen. Balingen hefur tapað öllum sex leikjum sínum en Ljónin hafa náð í tíu stig af tólf mögulegum.

Kiel rúllaði yfir Minden, 41-26, eftir að hafa verið 23-16 yfir í hálfleik. Harald Reinkind og Nicklas Ekberg skoruðu sitt hvor átta mörkin.

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar í Melsungen eru á fínu skriði en þeir unnu öruggan sigur á Nordhorn-Lingen, 33-28. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk en Melsungen er í fjórða sæti deildarinnar.

Magdeburg vann 28-26 sigur á Coburg á útivelli. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, þar af tvö af vítalínunni, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt. Magdeburg er með átta stig í fimmta og sjötta sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.