Handbolti

Sig­valdi með frá­bært mark í jafn­tefli Ki­elce | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi skoraði stórkostlegt mark fyrir Kielce í kvöld.
Sigvaldi skoraði stórkostlegt mark fyrir Kielce í kvöld. Dawid Łukasik

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Vive Kielce gerðu jafntefli við Porto á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 32-32. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þá tvívegis í öruggum sigri Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni, lokatölur þar 30-27.

Það var ljóst fyrir leik að verkefni Sigvalda og liðsfélaga væri erfitt en lið Porto er ógnarsterkt. Heimamenn sýndu það í fyrri hálfleik og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 19-17.

Gestirnir bitu frá sér í síðari hálfleik og tókst á endanum að landa stigi eftir góðan endasprett. Lokatölur 32-32 og eitt stig á lið niðurstaðan. Kielce heldur þar með toppsæti A-riðils Meistaradeildarinnar með níu stig að loknum sex leikjum.

Sigvaldi skoraði fjögur mörk í leiknum og þar af eitt stórglæsilegt sem má sjá hér að neðan.

Óðinn Þór og félagar í Holsebro áttu ekki í miklum vandræðum með Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn í Holstebro voru með öll völd á vellinum frá upphafi til enda og unnu á endanum þægilegan sjö marka sigur, lokatölur 30-23. Holsebro er nú í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Óðinn skoraði tvö mörk úr jafnmörgum skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×