Handbolti

Stór­leikur hjá Viggó og Stutt­gart á toppinn | Bjarki Már marka­hæstur að venju

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó Kristjánsson (t.h.) hefur verið frábær í upphafi leiktíðar.
Viggó Kristjánsson (t.h.) hefur verið frábær í upphafi leiktíðar. Marco Wolf/Getty Images

Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stuttgart vann Leipzig, 30-24 á meðan Lemgo gerði jafntefli við Göppingen, 28-28.

Viggó Kristjánsson var líkt og undanfarið markahæstur í liði Stuttgart í kvöld. Alls skoraði Viggó sjö mörk í sex marka sigri liðsins á Leipzig á heimavelli, lokatölur leiksins 30-24. Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Sigur Stuttgart þýðir að liðið er nú komið á topp deildarinnar þegar það er búið með sex leiki. Alexander Petersson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eiga þó leik til góða.

Bjarki Már Elísson var einnig markahæstur í sínu liði líkt og vanalega í kvöld. Skoraði hann einnig sjö mörk er Lemgo gerði 28-28 jafntefli við Göppingen á útivelli.

Lemgo er sem stendur í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×