Rúnar Alex líklega að fá fyrsta tækifærið hjá Arsenal í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 13:01 Rúnar Alex Runarsson á æfingu hjá Arsenal fyrir Evrópudeildarleikinn á móti Dundalk. Getty/David Price Allt bendir til þess að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið fær írska félagið Dundalk í heimsókn. Arsenal hefur verið með sviðsljósið á íslenska markvörðinn á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins á Emirates leikvanginum í kvöld og það er ekki hægt að lesa annað en að Bernd Leno fái hvíld í leik kvöldsins. @runaralex #UEL pic.twitter.com/ovVDbyYS86— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal keypti Rúnar Alex Rúnarsson frá franska félaginu Dijon í lok september en hann hefur ekki enn fengið að spila með liðinu. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Bernd Leno og hefur setið á varamannabekknum í alls sjö leikjum Arsenal á leiktíðinni þar af á móti Rapid Vín i fyrsta Evrópudeildarleik liðsins. Bernd Leno hefur spilað alla þessa leiki og hefur alls haldið hreinu í þremur leikjum og fengið á sig átta mörk í nóu leikjum með Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. Spili Rúnar Alex í kvöld þá verður það fyrsti leikur Íslendings í búningi Arsenal síðan að Ólafur Ingi Skúlason lék sinn eina leik með Arsenal 2. desember 2003. Ólafur Ingi kom þá inn á em varamaður fyrir Justin Hoyte á 55. mínútu á móti Wolves í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Það far að fara mun aftar til að finna síðasta byrjunarliðsleik Íslendings með aðalliði Arsenal en Sigurður Jónsson var síðasta í byrjunarliði Arsenal í deildarleik á móti Norwich City 6. október 1990. Saves. Stops. Shots. Preparations for @DundalkFCThe best of today's #UEL session — Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal vann leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Paul Davis og vann síðan enska meistaratitilinn um vorið. Sigurður átti stórgóðan leik en síðan tóku bakmeiðslin sig upp sem áttu eftir að enda tíma hans hjá Arsenal. Leikur Arsenal og Dundalk verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Þrír aðrir leikir verða sýndir beint í kvöld. Leikur AEK og Leicester er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.45 og á sama tíma verður sýndur leikur Antwerpen og Tottenham á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma og Arsenal leikurinn er sýndur verður leikur AZ Alkmaar og Rijeka sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þar fær vonandi Albert Guðmundsson að spreyta sig með AZ Alkmaar. Alex Rúnarsson is the sixth Icelandic to Play for Arsenal after:1. Albert Guðmundsson (1946-'47): 2 A2. Siggi Jónsson (1989-'91): 8 A3. Valur Gíslason (1996-'97): 0 A4. Stefán Gíslason (1997-'98): 0 A5. Ólafur Ingi Skúlason (2001-'05): 1 A#Zaha #Aouar #Partey #afc pic.twitter.com/d0Q9dkWP0e— Get English Football News (@_GEFN_) September 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Allt bendir til þess að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið fær írska félagið Dundalk í heimsókn. Arsenal hefur verið með sviðsljósið á íslenska markvörðinn á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins á Emirates leikvanginum í kvöld og það er ekki hægt að lesa annað en að Bernd Leno fái hvíld í leik kvöldsins. @runaralex #UEL pic.twitter.com/ovVDbyYS86— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal keypti Rúnar Alex Rúnarsson frá franska félaginu Dijon í lok september en hann hefur ekki enn fengið að spila með liðinu. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Bernd Leno og hefur setið á varamannabekknum í alls sjö leikjum Arsenal á leiktíðinni þar af á móti Rapid Vín i fyrsta Evrópudeildarleik liðsins. Bernd Leno hefur spilað alla þessa leiki og hefur alls haldið hreinu í þremur leikjum og fengið á sig átta mörk í nóu leikjum með Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. Spili Rúnar Alex í kvöld þá verður það fyrsti leikur Íslendings í búningi Arsenal síðan að Ólafur Ingi Skúlason lék sinn eina leik með Arsenal 2. desember 2003. Ólafur Ingi kom þá inn á em varamaður fyrir Justin Hoyte á 55. mínútu á móti Wolves í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Það far að fara mun aftar til að finna síðasta byrjunarliðsleik Íslendings með aðalliði Arsenal en Sigurður Jónsson var síðasta í byrjunarliði Arsenal í deildarleik á móti Norwich City 6. október 1990. Saves. Stops. Shots. Preparations for @DundalkFCThe best of today's #UEL session — Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal vann leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Paul Davis og vann síðan enska meistaratitilinn um vorið. Sigurður átti stórgóðan leik en síðan tóku bakmeiðslin sig upp sem áttu eftir að enda tíma hans hjá Arsenal. Leikur Arsenal og Dundalk verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Þrír aðrir leikir verða sýndir beint í kvöld. Leikur AEK og Leicester er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.45 og á sama tíma verður sýndur leikur Antwerpen og Tottenham á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma og Arsenal leikurinn er sýndur verður leikur AZ Alkmaar og Rijeka sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þar fær vonandi Albert Guðmundsson að spreyta sig með AZ Alkmaar. Alex Rúnarsson is the sixth Icelandic to Play for Arsenal after:1. Albert Guðmundsson (1946-'47): 2 A2. Siggi Jónsson (1989-'91): 8 A3. Valur Gíslason (1996-'97): 0 A4. Stefán Gíslason (1997-'98): 0 A5. Ólafur Ingi Skúlason (2001-'05): 1 A#Zaha #Aouar #Partey #afc pic.twitter.com/d0Q9dkWP0e— Get English Football News (@_GEFN_) September 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira