Er ástæða til að sleppa greiðsludreifingu þessi jólin? Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. október 2020 08:01 Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Búast má við að vefverslun aukist enn eitt árið en minna verði sem dæmi um jólatónleika, veislur og veitingahúsaferðir auk þess sem verslunarferðir til útlanda þurfa að bíða betri tíma. Það verður þó tæplega umflúið að eitthvað munu jólin kosta. Almennt eykst kortavelta okkar Íslendinga um í námunda við fjórðung í mánuðinum og svo virðist sem þessi auknu útgjöld komi mörgum alltaf jafn mikið á óvart, þó svo jólin séu almennt árlega og þá í desembermánuði. Meðal afleiðinga þess er að greiðslum og reikningum er dreift, yfirdráttur er nýttur og vandamálinu frestað með tilheyrandi kostnaði. Ekki þarf að fjölyrða um hversu óheppilegt slíkt er en fjölyrðum nú samt. Undanfarin ár hefur fjölgað þeim leiðum sem fólk hefur til að dreifa jólaútgjöldunum og getur slíkt eflaust hljómað freistandi við fyrstu sýn. Með því að grípa til slíkra ráðstafana verða jólin þó að líkindum mun dýrari en ella. Auðvelt á að vera að nálgast svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar í smáa letrinu en hún gefur til kynna kostnaðinn við greiðsludreifingu sem numið getur tugum prósenta. Auðvitað vonum við að allt fari hér á besta veg og það er ástæða til að halda að svo verði. En óvissan er mikil og atvinnuástandið ótryggt. Jólagjöfin í ár Því tel ég ástæðu til að stinga upp á breyttum jólum þetta árið. Ef einhver kostur er og fjárhagsleg staða býður upp á skulum við gefa sjálfum okkur þá jólagjöf að dreifa engum greiðslum og engum reikningum. Reynum, ef kostur er, að leggja sem mest fyrir af útborguninni nú um mánaðamótin og lágmarka neyslu í nóvember. Nýtum hugmyndaflugið hvað jólagjafir varðar, þær þurfa ekki alltaf að kosta hvítuna úr augunum. Það getur sömuleiðis farið saman að spara duglega og huga að kolefnisfótsporinu. Í stað þess að gefa hluti má gefa upplifun. Í stað þess að gefa nýtt má gefa notað og þar fram eftir götunum. Vissulega hjálpa neysluútgjöld fjölda fyrirtækja sem beðið hafa skaða af kórónuveirunni, eins og sást glögglega í sumar. En það er þó, í mörgum tilvikum, óþarfi að steypa sér í skuldir í neyslugleðinni. Þó svo Oscar Wilde hafi sagt að sá sem lifir ekki um efni fram hafi ekkert hugmyndaflug skulum við nýta hugmyndaflugið í sparnað þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Neytendur Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Búast má við að vefverslun aukist enn eitt árið en minna verði sem dæmi um jólatónleika, veislur og veitingahúsaferðir auk þess sem verslunarferðir til útlanda þurfa að bíða betri tíma. Það verður þó tæplega umflúið að eitthvað munu jólin kosta. Almennt eykst kortavelta okkar Íslendinga um í námunda við fjórðung í mánuðinum og svo virðist sem þessi auknu útgjöld komi mörgum alltaf jafn mikið á óvart, þó svo jólin séu almennt árlega og þá í desembermánuði. Meðal afleiðinga þess er að greiðslum og reikningum er dreift, yfirdráttur er nýttur og vandamálinu frestað með tilheyrandi kostnaði. Ekki þarf að fjölyrða um hversu óheppilegt slíkt er en fjölyrðum nú samt. Undanfarin ár hefur fjölgað þeim leiðum sem fólk hefur til að dreifa jólaútgjöldunum og getur slíkt eflaust hljómað freistandi við fyrstu sýn. Með því að grípa til slíkra ráðstafana verða jólin þó að líkindum mun dýrari en ella. Auðvelt á að vera að nálgast svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar í smáa letrinu en hún gefur til kynna kostnaðinn við greiðsludreifingu sem numið getur tugum prósenta. Auðvitað vonum við að allt fari hér á besta veg og það er ástæða til að halda að svo verði. En óvissan er mikil og atvinnuástandið ótryggt. Jólagjöfin í ár Því tel ég ástæðu til að stinga upp á breyttum jólum þetta árið. Ef einhver kostur er og fjárhagsleg staða býður upp á skulum við gefa sjálfum okkur þá jólagjöf að dreifa engum greiðslum og engum reikningum. Reynum, ef kostur er, að leggja sem mest fyrir af útborguninni nú um mánaðamótin og lágmarka neyslu í nóvember. Nýtum hugmyndaflugið hvað jólagjafir varðar, þær þurfa ekki alltaf að kosta hvítuna úr augunum. Það getur sömuleiðis farið saman að spara duglega og huga að kolefnisfótsporinu. Í stað þess að gefa hluti má gefa upplifun. Í stað þess að gefa nýtt má gefa notað og þar fram eftir götunum. Vissulega hjálpa neysluútgjöld fjölda fyrirtækja sem beðið hafa skaða af kórónuveirunni, eins og sást glögglega í sumar. En það er þó, í mörgum tilvikum, óþarfi að steypa sér í skuldir í neyslugleðinni. Þó svo Oscar Wilde hafi sagt að sá sem lifir ekki um efni fram hafi ekkert hugmyndaflug skulum við nýta hugmyndaflugið í sparnað þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar